Hatari með nýtt myndband við lagið Klámstrákur

Deila

- Auglýsing -

Hljómsveitin Hatari sendi í dag frá sér myndband við lagið Klámstrákur.

 

Sveitin var eins og kunnugt er fulltrúi Íslands í Eurovision 2019 og vakti mikla athygli fyrir framkomu sína á sviði, og mótmæli þegar þau veifuðu  palestínska fánanum þegar atkvæði þeirra úr símakosningu Eurovision-keppninnar voru lesin.

Hatari er á leið í tónleikaferðalag um Evrópu 2020 og má vænta þess að uppselt verði enda sveitin mögnuð á sviði.

- Advertisement -

Athugasemdir