Fimmtudagur 8. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Hatrið hefur oft reynt að sigra: Stríð, fordómar og pólitísk átök

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Pólitískar deilur, fordómar og jafnvel stríðsátök hafa lengi sett svip á Eurovision. Þrátt fyrir að því sé ítrekað haldið fram að keppnin sé ópólitísk er raunin önnur. Menningarmunur og samskipti þjóða hafa því alltaf haft áhrif á keppnina. Eurovision er stærsti tónlistarviðburður í sjónvarpi. Um 300 milljón manns horfa á keppnina ár hvert.

Hin austurríska Conchita Wurst sigraði keppnina árið 2014 með lagið Rise Like a Pheonix. Forseti Rússlands Vladimir Putin gagnrýndi atriðið og var hneykslaður á framlagi Austurríkis. „Fólk hefur rétt á að lifa samkvæmt eigin sannfæringu. En það ætti ekki að vera svona ögrandi eða sýna sig svona“ var haft eftir Putin. Tolmachevy systur með lagið Shine voru framlag Rússlands sama ár. Áhorfendur púuðu ítrekað á meðan atriðinu stóð. Vladimir Putin hefur áður komið við sögu í Eurovision. Georgía sendi inn lagið sitt We Don´t Wanna Put In árið 2009 þegar Rússland hélt keppnina. Ágreiningur milli ríkjanna stóð þá yfir og lagið talið vera pólítískur áróður. Georgía dró sig úr keppninni það árið.

Dana International sigraði keppnina árið 1998 fyrir hönd Ísraels með laginu Diva. Strangtrúaðir gyðingar í Ísrael voru ekki sáttir með sigurinn en Dana er transkona. Henni var hótað lífláti og sögð viðbjóðsleg.

Reglur keppninnar eru skýrar. Nokkur dæmi eru þó um að hluti útsendingar á keppninni hafi verið ritskoðuð í einstaka löndum. Þeir sem hafa sýningarrétt eru skyldugir til að sýna keppnina í heild sinni. Nokkrar deilur hafa verið í kringum keppninnar ár sökum þess að hún er haldin í Ísrael. Kallað hefur verið eftir sniðgöngu á keppninni, þar á meðal Íslandi. Þá hafa um 27.000 manns skrifað undir áskorun til RÚV um að draga sig úr keppninni. Hatari, framlag Íslands, hafa gagnrýnt Ísrael með ýmsum hætti.

Jórdanía í afneitun yfir sigri Ísraels

Ríkissjónvarp Jórdaníu klippti út framlag Ísraels, A-Ba-Ni-B, árið 1978. Stöðin sýndi myndir af blómum í staðinn. Málin flæktust þegar að Ísrael endaði á að vinna keppnina það árið. Jórdaníska sjónvarpið sleit útsendingunni fyrir úrslitin. Þá tilkynntu þeir áhorfendum að Belgía, sem endaði í öðru sæti, hefði unnið. Ástæðan var langvarandi stríðsátök milli ríkjanna. Ágreiningurinn náði yfir tæplega fjóra áratugi milli 1948-1987.

- Auglýsing -

Truflanir í útsendingu þegar framlag Armeníu var sýnt

Ictimai TV, ríkissjónarp Azerbaijan, var sektað fyrir brot árið 2009. Stöðin ruglaði í útsendingunni þegar framlag Armeníu var sýnt. Lagið Jan Jan var flutt af systrunum Inga og Janus. Azerbaijan máðu einnig út niðurstöður Armeníu í atkvæðagreiðslunni. Ágreiningur um yfirráðasvæði ríkjanna hefur staðið yfir síðan 1988.

- Auglýsing -

Líbanon reyndi að sneiða framhjá Ísrael

Líbanon dró sig úr keppninni árið 2005. Ríkissjónvarpið Tele-liban neitaði að sýna framlag Ísraels, lagið Hasheket Shenish’ar með Shiri Maimon. Ágreiningur milli ríkjanna hefur staðið yfir frá 1948. Átök við landamærin stóðu yfir milli 2000-2006.

Tyrkir ósáttir við framlag Finnlands

Tyrkneska ríkissjónvarpið TRT neitaði að sýna Eurovision árið 2013. Samkynhneigðir aðgerðarsinnar sögðu ástæðuna vera framlag Finnlands, lagið Marry Me með Krista Siegfrids. Í atriðinu kyssti hún einn kvenkyns dansarann. Með því var Siegfried að berjast fyrir nýrri löggjöf um hjónaband samkynhneigðra. Á vefsíðu TRT vari ástæðan sögð vera takmarkaður áhugi landsmanna, áhorfstölur yrðu of lágar. Tyrkland dró sig úr keppni sama ár og hefur ekki snúið aftur.

Klipptu til og máðu út öll merki um samkynhneigð

Kínverska streymisveitan Mango TV fékk sýningarrétt á Eurovision árið 2014. Hún missti hins vegar réttinn 2018 eftir að hafa klippt út atriði Írlands, Together með Ryan O´Shaughnessy. Framlagið innihélt tvo karlkyns dansara í hlutverki samkynhneigðs pars. Mango TV máði líka út regnbogafána sem kom fram í öðru atriði. Dauðarefsing vegna samkynhneigðar var lögð niður í Kína 1997. Þá var kynhneigðin afskráð sem geðsjúkdómur árið 2001. Réttindi samkynhneigðra í Kína hefur farið hægt batnandi. Pörum er þó ekki heimilt að gifta sig eða ættleiða börn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -