Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Hatrömm átök

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kvikmyndagerðarkonan Hrafnhildur Gunnarsdóttir safnaði heimildum í 27 ár fyrir þættina og heimildarmyndina Svona fólk. Hrafnhildur bjó í Kaliforníu fram yfir aldamót en kom reglulega heim og var þá dugleg að mynda homma- og lesbíusamfélagið.

 

Í Bandaríkjunum naut hún þess frelsis að geta lifað mjög opinskátt sem lesbía en henni hugnaðist hins vegar ekki það sem hún kallar „gettóisma“ sem einkenndi bandarískt samfélag. Hún fagnaði lögum um staðfesta samvist í Borgarleikhúsinu í ágúst 1996 og fylltist gríðarlegu stolti að sjá þar forseta landsins, þingmenn, presta og aðra stuðningsmenn. Það minnti hana á að það hafði aldrei staðið til að búa erlendis til eilífðarnóns. Endanlega ákvörðun um að flytja heim tók hún hins vegar þegar bandarískt samfélag hóf að breytast í kjölfar árásanna á tvíburaturnana 11. september 2001.

Hrafnhildur kom því heim um það leyti sem gleðiganga Hinsegin daga varð fastur liður í hátíðarhöldum í Reykjavík. Sjálf var hún búin að fá nóg af Gay Pride í San Francisco, sem hún segir hafa verið orðin allt of „commercial“.

„En auðvitað skynjaði ég líka að þarna var kominn einhver mælikvarði á það hvernig Íslendingar voru að bregðast við þessum hópum. Og þessar tölur; fimm þúsund manns árið 2000 og þegar ég hætti að mynda 2015 eða 2016 var talað um að þetta hefðu verið hátt í 100 þúsund manns … þetta er náttúrlega gríðarleg sprenging og alveg ótrúlega mikilvægt.“

Eins og fyrr segir er sjaldnast einsleitni í stórum hóp einstaklinga og því viðbúið að átök brjótist út. Það hefur nokkrum sinnum gerst á vettvangi Samtakanna ´78 og með hvelli árið 2016.

Hrafnhildur gerir þessu skil í síðasta þætti af Svona fólk en þá má segja að Samtökin hafi í raun klofnað þegar aðild BDSM Ísland var samþykkt á umdeildum aðalfundi. Hrafnhildur var meðal þeirra sem voru í minnihluta en í þeim hópi var fjöldi fólks sem hafði tilheyrt Samtökunum í áratugi. Málið varð til þess að margir sögðu sig úr félaginu.

- Auglýsing -

Hrafnhildi hugnaðist hvorki aðild BDSM Ísland né sú ljóta orðræða sem sumir beindu gegn félaginu.

„Við vorum ekki að gagnrýna BDSM, þau hafa fullan rétt á því að berjast fyrir því sem þau vilja berjast fyrir og eiga allan minn stuðning og það var það sem ég vildi að væri í forgrunni. En þetta ætti ekki heima með okkar mannréttindabaráttu. Í mínum huga er þetta blæti,“ útskýrir hún. Nú var allt í einu komin upp sú staða að samtök sem höfðu barist fyrir sýnileika og réttindum homma og lesbía væru tilbúin til að halda bindinámskeið. „Þetta var frekjulega gert. Þegar trans-fólk var tekið inn spannaði sú umræða þriggja ára tímabil. Við báðum þann sem var mest á móti því að taka þau inn að skoða málið með og á móti og fórum á marga fyrirlestra bæði á vegum Samtakanna og Háskólans og við sýndum bíómyndir og héldum sérstök kvöld. Þannig að það var undirbúið. Og þegar þetta var borið upp á aðalfundi var það samþykkt með öllum atkvæðum.“

Lestu viðtalið við Hrafnhildi í heild sinni í nýjasta Mannlífi.

- Auglýsing -

Mynd / Unnur Magna
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur Yves Sant Laurent á Íslandi

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -