Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Hátt í 300 fyrirtæki verða lögum samkvæmt að fá jafnlaunavottun fyrir áramót

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hátt í þrjú hundruð fyrirtæki og stofnanir í landinu verða að vinna jafnlaunavottun fyrir árslok. Tæplega fjórðungur þeirra hafa hlotið vottun. Útlit er fyrir að ekki náist að klára vottun í þeim fyrirtækjum sem eftir eru.

 

Fréttablaðið greinir frá. Frumvarp um jafnlaunavottun var samþykkt á Alþingi í júní 2017. Í lögunum segir að fyrirtæki og stofnanir beri að gæta þess að ekki sé mismunun í launum eftir kyni. Þar sem 250 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skuli öðlast vottun á jafnlaunakerfi og framkvæmd þess eigi síðar en 31. desember 2018.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, framlengdi frest í nóvember síðastliðinn fram til loka desember 2019.

Samkvæmt lögum ber stærri fyrirtækjum landsins að vinna jafnlaunavottun fyrir árslok. Í næstu skrefum verða kröfurnar settar á smærri fyrirtæki. Þá er stefnt að því að fyrirtæki og stofnanir með 25-89 starfsmenn nái jafnlaunavottun fyrir árslok 2021. Fresturinn er með framlengingu Ásmundar. Fyrirtæki og stofnanir með færri en 25 starfsmenn ber ekki að sækja jafnlaunavottun.

Fjórir aðilar hafa leyfi til að gefa út vottun á jafnlaunakerfi fyrirtækja. Þau fyrirtæki og stofnanir sem hafa uppfyllt kröfurnar eru 66 talsins en 223 fyrirtæki bíða afgreiðslu. Öll eru þau í vottunarferli sem þurfa að klárast fyrir árslok. Ljóst er að það muni ekki nást.

„Nú er árið að verða hálfnað þannig að það er orðið svolítið tvísýnt hvort þetta náist, ef við gefum okkur að það fari tveir til þrír vinnudagar í hverja vottun þá er nú auðvelt að leggja það saman,“ sagði Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri Vottunar hf, í samtali við Fréttablaðið. „Óskastaðan hefði verið sú að þetta hefði komið jafnt yfir árið, þetta er bara eins og ef allir bílar ættu að fara í skoðun fyrir árslok og þá færu líklega allir á sama tíma.“

- Auglýsing -

Jafnréttisstofa hefur heimild til að beita dagsektum allt að fimmtíu þúsund krónum á dag nái fyrirtækin ekki tilteknum fresti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Jafnréttisstofa ekki beita dagsektum nema að vel ígrunduðu máli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -