Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Haukur segir Mugison hafa floppað á fyrstu tónleikum sínum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn vinsæli tónleikastaður á Akureyri, Græni Hatturinn, hefur verið í rekstri Hauks Tryggvasonar frá árinu 2003.

Haukur hefur haldið fjöldann allan af viðburðum þar síðan og aðeins misst úr örfá skipti sem vert á staðnum.

Á þessum árum hefur Haukur þó tvisvar verið nálægt því að hætta rekstri Græna Hattsins, en hann segir frá því í hlaðvarpsþáttinn 10 Bestu með Ásgeiri Ólafs.

Covid faraldurinn og þeim samkomutakmörkunum sem faraldrinum hafa fylgt hafa leikið marga rekstraraðila og staðarhaldara grátt. En Haukur segist næstum hafa gefist upp á rekstrinum í faraldrinum, „það er erfitt að reka þetta þegar kemur ekki króna í kassann í fimm mánuði.“

Haukur skellti í lás þann 5. október síðastliðinn og ekki var hægt að opna staðinn aftur vegna samkomutakmarkana fyrr en undir lok febrúar.

Haukur segist alltaf hafa fylgst með fréttum og beðið spenntur eftir að geta opnað aftur, en ekki hafi honum órað fyrir að biðin yrði þetta löng, „ég átti aldrei von á því að þetta yrðu fimm mánuðir,“ segir hann.
Haukur segir 50 tónleikagesti, sem var um tíma hámarksfjöldi leyfilegra gesta, rétt nægja fyrir að koma hljómsveit norður til Akureyrar og því ekkert vit í því að reyna halda staðnum opnum fyrir svo fáa gesti.

- Auglýsing -

„Gekk djöfull brösuglega til að byrja með“

Græni Hatturinn opnaði fyrst árið 1999 og var fyrsti reyklausi pöbb landsins, að sögn Hauks. Eins og fyrr segir tók Haukur við rekstrinum árið 2003, en fyrstu tvö árin segist Haukur hafa verið með dansleiki á staðnum. Þá opnaði sambærilegur skemmtistaður á Akureyri, Vélsmiðjan og segist Haukur þá hafa fundið fyrir því að ekki væri markaður fyrir tvo slíka staði á Akureyri.

„Ég sagði við sjálfan mig hvað gæti ég gert annað?“ Haukur var búinn að halda einhverja viðburði á staðnum áður og ákvað þarna að best væri að einbeita sér alfarið að því.

„Þetta gekk djöfull brösuglega til að byrja með,“ segir Haukur, en hann segir það hafa tekið um fimm ár að koma þessu á skrið.

- Auglýsing -

Haukur segir þó dagskrána fyrsta árið hafa verið mjög góða. Meðal tónleikahaldara hafi verið Jón Ólafsson, Hvanndalsbræður, Mugison og fleiri.

„Mugison gerði það ekkert sérstaklega gott þegar hann kom í fyrsta skiptið, hann var náttúrulega óþekktur. Ég held það hafi verið 20 manns hjá honum,“ segir Haukur.

Nú er hins vegar sagan önnur, en Mugison heldur tónleika á Græna hattinum í þessum mánuði sem löngu er orðið uppselt á.

Ákvað að þrauka

Á árunum 2006, 2007 var var hitt skiptið sem Haukur gafst næstum upp á rekstri Græna hattarins. En vegna örlagaríks símtals varð ekkert að lokuninni.

„Þá hringir Grímur Atlason í mig og býður mér að fá Lisu Eggdal sem er sænsk þjóðlagasöngkona. Ég átti nú einhverjar plötur með henni og fannst ég ekki geta sagt nei við henni,“ segir Haukur.
Þetta var um áramótin sem Haukur hugðist ætlaði að hætta en Grímur vildi fá að bóka Lisu fyrstu helgina í mars.

„Og ég ákvað nú að þrauka, sem betur fer af því að það var orðið fullt á hana áður en ég auglýsti.“

Tónleikar Lisu voru fljótir að spyrjast út og segir Haukur það nánast búið að vera fullt síðan á Græna hattinum.

„Ég er ekki enn þá hættur 20 árum síðar,“ segir Haukur glaður í bragði.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -