Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Hávaði, eldur og slagsmál á nýársnótt: Handtökur eftir blóðug slagsmál í fjölbýlishúsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Upp úr sauð í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu í nótt þar sem nágrannar slógust af hörku svo af hlaust nokkurt blóðbað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til og handtók báða. Mennirnir fagna því nýju ári í fangaklefa en annar þeirra þurfti aðhlynningu á sjúkrahúsi. Lögreglan upplýsti við Ríkisútvarpið að nýársnótt hefði verið annasöm og mikið um útköll. Um var að ræða hávaða, slagsmál og ölvunarakstur sem löghlýðnir borgarar tilkynntu um. Um miðnætti gaf sig fram maður sem kvaðst vera eftirlýstur. Við eftorgrennslan kom á daginn að það var rétt og er hann í haldi vegna rannsóknar málsins.
Þónokkuð var um  að vera hjá slökkviliðinu vegna flugelda. Fimmtán sinnum voru slökkviliðsmenn kallaðir út eftir miðnætti, oftast vegna flugelda en nokkrum sinnum til að slökkva elda í ruslagámum. Ekki varð umtalsvert tjón. Tveir voru fluttir á sjúkrahús vegna flugeldaslysa sem ekki voru alvarleg.
Að öðru leyti var nóttin friðsöm.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -