Sunnudagur 14. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Héðinn í kröppum dansi á Kosta Ríka: „Talsverðar skemmdir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Héðinn Svarfdal er búsettur ásamt fjölskyldu sinni á Kosta Ríka. Þar er nú talsvert óveður og vaknaði hann við að allt húsið væri á floti. Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.

Héðinn segir ljóst að árið 2020 verði eftirminnilegt. „Ekki ýkja gaman ađ vakna viđ 3-4 cm af vatni á gólfinu í öllu húsinu. Talsverðar skemmdir. Sundlaugin okkar er s.s. víst þarna einhvers stađar undir nýja stöðuvatninu. Áriđ 2020 verđur a.m.k. eftirminnilegt. Þađ verđur ekki frá því tekið,“ segir Héðinn.

Héðinn var í viðtali við Mannlíf fyrr á þessu ári þar sem hann ræddi áhrif COVID á líf þeirra í Kosta Ríka. Þar opnuðu þau veitingahús við ströndina í febrúar en fóru fljótlega að berast í bökkum vegna COVID.

„Ekki nóg með að ferðamenn séu ekki til staðar, heldur hafa ótal margir misst vinnuna í kjölfarið og eru eðlilega ekki mikið að sækja í veitingahús. Við gefumst hins vegar ekki upp og áttum okkur á mikilvægi staðarins fyrir starfsfólkið okkar og fjölskyldur þeirra. Ef við komumst í gegnum þetta tímabil, ætti staðurinn að tóra um ókomna tíð,“ sagði Héðinn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -