Miðvikudagur 20. september, 2023
10.8 C
Reykjavik

„Hefði átt að ganga útúr bílnum og berja hann, en gat það ekki því foreldrarnir voru í aftursætinu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Glúmur kann að gleðja fólk með skrifum sínum; sem eru án hliðstæðu.

Segir:

„Sótti foreldra mína útá völl í kvöld og ók þeim heim. Ekki fjarri landareign foreldra minna bjó indæll eldri maður sem nýverið seldi hús sitt og er nú fluttur annað. Nýjir eigendur.“

Glúmur „ók eftir þessari fáförnu götu á eftir sendiferðabíl sem gerði sig líklegan til að beygja til hægri inná plan húss hinna nýju eigenda og þegar ég fór í makindum framúr sveigði bíllinn í veg fyrir mig. Ökumaðurinn þurfti greinilega mikinn sósíalískan vinstri sveig til að beygja til hægri. Ég stöðvaði og gapti á téðan ökumann sem gaf mér puttann. Þennan í miðjunni.“

Glúmur renndi niður rúðunni og „spurði hvort hann hefði heyrt um tilvist og notkun stefnuljósa? Þá æpti þessi litli bolti: Þegiðu helvítis hálfvitinn þinn! Mín viðbrögð komu mér sér í lagi á óvart miðað við fyrri reynslu og störf. Ég fékk hláturskast. Ég bara hló. Við það þagnaði maðurinn og lét sig hverfa.“

Glúmur segir að lokum að „auðvitað hefði ég átt að ganga útúr bílnum og berja hann. En ég gat það ekki því foreldrar mínir voru í aftursætinu en aðallega af því erfitt er að berja menn í hláturskasti. Og svo í þriðja lagi er í dag bannað að lemja menn. Sér í lagi slefandi fábjána. Svo hefði það líklega ratað í fjölmiðla sem ekki væri gott til afspurnar. Nóg er það fyrir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -