Fimmtudagur 30. nóvember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Heiða skíthrædd og hundurinn hætti að labba – Hundasamfélagið sannfært að vargurinn sé husky

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heiða Rós nokkur, íbúi í Grafarvogi, lenti heldur betur í óþægilegu atviki í vikunni þegar að henni réðist stór hundur í lausagöngu. Hún segist vera með sár eftir árásina og hundurinn hennar Leó er í áfalli.

Heiða lýsir upplifun sinni inni í hverfisgrúbbu Grafarvogsbúa á Facebook. Hún er ósátt við eiganda árásarhundsins stóra og minnir alla íbúa hverfisins á að lausaganga hunda þar er bönnuð. „Þætti vænt um að fá að tala við eiganda hunds sem virtist vera stór íslenskur fjárhundur. Ég er á rölti með litla hundinn minn ásamt systur minni þegar við spottum manneskju með stórann hund aðeins frá okkur. Mér sýnist manneskjan vera að losa tauminn af hundinum og segi við systur mína, hvað er hún að gera? Er hún að losa hundinn? Og síðan augnabliki síðar kemur þessi stóri hundur á sprettinum urrandi og ræðst á mig og hundinn minn sem stóð alveg upp við mig,“ segir Heiða og bætir við:

„Ég næ að kippa mínum hundi upp í fangið á mér og þá stekkur þessi hundur upp á mig og reynir að ná hundinum mínum. Eigandinn reynir ekki einu sinni að kalla á hundinn sinn.
Eigandinn loksins kemur og tekur hundinn sinn í burtu, biðst ekki fyrirgefningar né athugar hvort það sé í lagi með okkur og strunsar í burtu. Ég er með sár eftir hundinn og er litli hundurinn minn traumatized eftir þetta, ég labbaði næstum alla leið heim með hann í fanginu þar sem hann vildi ekki labba.“

Fjölmargir íbúar hverfisins risu upp á afturlappirnar og fullyrtu að hér væri ekki íslenskur fjárhundur á ferðinni heldur hin illræmda hundategund Husky í staðinn. Hugrún Jósepsdóttir er ein þeirra. Hefðir átt að hringja strax í lögguna því það er husky í Grafarvogi sem hefur verið að hoppa upp á fólk og bíta, segir Hugrún.

Anna Sigríður Jónsdóttir er á svipuðum slóðum. Það er mjög ólíklegt að þetta hafi verið íslendingur þeir láta ekki svona en ég hef tvisvar lent í svona aðstæðum og í bæði skiptin verið husky hundar, rétt náði að bjarga mínum smá hundi. Síðan er ég hrædd við Husky , það er ekkert grín að fá svona svaka skepnu á sig, segir Anna. 
Kolbrún Sara Aðalsteinsdóttir er ekki sátt með að Husky-tengundin sé dregin inn í umræðuna. Díses kræst, nennir fólk að slaka á í hatrinu á þessari tegund?!?!, segir Kolbrún. 
Sigga nokkur Haralds lýsir svipuðu tilviki nýverið þar sem maðurinn hennar var úti að ganga með hundinn þeirra. Ég vil trúa og vona að litli voffinn þinn hafi sloppið vel. Vona bara að þetta áfall sé eitthvað sem hann jafnar sig fljótt á. Ég þakka Guði fyrir að það var maðurinn minn en ekki ég sem var úti með hundinn þegar þetta gerðist. Hann er í hærri kantinum og svo rólegur og yfirvegaður. Hann bara lyfti voffanum upp fyrir höfuð sér en hinn hundurinn stökk samt upp og reyndi að ná honum. Ef það hefði verið ég sem var úti með hundinn hefði ég orðið dauðhrædd. Svo er ég frekar lágvaxin og veit ekki hvernig þetta hefði farið satt best að segja. En gott að allt fór vel og ég vona bara að litli hundurinn þinn jafni sig fljótt, segir Sigga. 
Jörundur Ármann Ásgrímsson segir bara eitt að gera í stöðunni. Það á að lóga hundum ef þeir skaða ókunnugt fólk, segir Jörundur. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -