Þriðjudagur 23. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Heiðdís Norðfjörð er látin: „Rætist óskir hennar heitar […] Sárt er að missa sína“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rithöfundurinn, mannvinurinn, hugsjónakonan, hjúkrunarfræðingurinn, tónlistarkonan, læknaritarinn og útvarpskonan Heiðdís Norðfjörð er látin. Heiðdís fæddist á Akureyri 21. desember 1940. Hún lést á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Hlíð 7. janú­ar 2021 og var því nýorðin áttræð er hún andaðist.

Heiðdís var áberandi í íslensku samfélagi á árum áður. Hún skrifaði fjölmargar bækur og svo las hún með sinni fögru og seiðandi rödd sögur inn á kasettur. Margir þekkja það án efa að hafa sem börn sofnað út frá rödd hennar og kannast við Pílu pínu músastelpu. Heiðdís syngur texta Kristjáns frá Djúpa­læk um Pílu pínu sem er löngu orðin klass­ík.

 

Hljótt er nú í húsum inni

Harmur býr í allra sinni

- Auglýsing -

Hvar er litla Píla Pína

Sárt er að missa sína.

- Auglýsing -

Rætist óskir hennar heitar

hún það finni sem hún leitar

Komdu aftur Píla Pína

Sárt er að missa sína

Heiðdís gift­ist 1.12. 1959 Gunn­ari Jó­hanns­syni og eignuðust þau synina Gunnar, Jón Norðfjörð og Jóhann V. Norðfjörð.

Píla pína slær í gegn

Heiðdís skrifaði sög­ur fyr­ir börn og ung­linga og út komu nokkr­ar barna­bæk­ur eft­ir hana. Hún var dag­skrár­gerðarmaður hjá RÚV og var þá m.a. með morg­un­stund barn­anna. Til eru marg­ar hljóðupp­tök­ur með upp­lestri henn­ar.

Heiðdís út­skrifaðist sem sjúkra­liði árið 1975 og starfaði við Elli­heim­ilið í Skjald­ar­vík sem hún veitti síðan for­stöðu í all­mörg ár. Þá starfaði hún sem lækna­full­trúi við embætti héraðslækn­is Norður­lands eystra og var síðar lækna­rit­ari á heilsu­gæslu­stöðinni á Ak­ur­eyri um langt ára­bil.

Heiðdís orti einnig ljóð og samdi tónlist og þótti góður pí­an­isti. Þekkt­ust eru lög Heiðdís­ar við æv­in­týrið um Pílu pínu eft­ir Kristján frá Djúpa­læk. Seinna skrifaði Heiðdís leik­rit við sög­una um Pílu pínu sem var sviðsett af Leik­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar 2016 í sam­starfi við Sin­fón­íu­hljóm­sveit Norður­lands og Menn­ing­ar­húsið Hof.

Margverðlaunuð

Heiðdís var mikill mannvinur og vildi þessa merki kona láta gott af sér leiða. Þannig var hún um ára­bil meðhjálp­ari við Ak­ur­eyr­ar­kirkju og lengi þátt­tak­andi í kór­starfi.

Árið 2007 fékk hún viður­kenn­ingu frá Beta-deild Alfa Kappa Gamma á Ak­ur­eyri fyr­ir fram­lag til menn­ing­ar og mennt­un­ar­mála barna. Einnig fékk hún viður­kenn­ingu Menn­ing­ar­sjóðs Ak­ur­eyr­ar 2010 fyr­ir mik­il­vægt fram­lag til menn­ing­ar­lífs á Ak­ur­eyri.

Rappaði fyrir barnabörnin

Heiðdís reyndist börnum sínum og barnabörnum vel og þá fann Heiðdís upp á ýmsum leiðum til að kenna þeim námsefni, ef svo bar undir en nafna hennar lýsir því á eftirfarandi hátt:

„Mér gekk ekki vel að leggja marg­föld­un­ar­t­öfl­urn­ar á minnið fyrr en þú sagðir að ég ætti bara að syngja þær! Ég hélt nú ekki! Glæt­an! „Jú! Þú get­ur meira að segja rappað þær!“ sagðir þú og gerðir þér lítið fyr­ir og rappaðir sex-sinn­um-töfl­una. Auðvitað hafðirðu rétt fyr­ir þér. Töfl­urn­ar lögðust á minnið, og alltaf sé ég ömmu gömlu fyr­ir mér að rappa þegar ég þarf að marg­falda með sex.“

Hugsónakonan sem vildi bæta heiminn

Þá lýsir Jón Norðfjörð, eða Nonni litli bróðir Heiðdísi með þessum fallegu orðum:

„Hún samdi vin­sæl­ar barna­bæk­ur og fal­leg ljóð og hún sá um dag­skrár­gerð hjá RÚV og ávallt þegar ég heyrði hana lesa upp, komu upp í huga minn upp­hafs­orð ljóðsins um Sól­skríkj­una, „Sú rödd var svo fög­ur, svo hug­ljúf og hrein“, en rödd Heiðdís­ar var ein­mitt svo hug­ljúf og hrein.“

Anna María, svilkona Heiðdísar segir:

„Heiðdís var einkar fjöl­hæf og hug­mynda­rík. […] Einnig las hún inn á snæld­ur „Sög­ur fyr­ir svefn­inn“ sem voru bæði henn­ar eig­in sög­ur og annarra. Þau eru ófá börn­in sem hafa í gegn­um tíðina sofnað út frá rödd­inni henn­ar fal­legu. Plat­an með lög­um og söng Heiðdís­ar og textum Kristjáns frá Djúpa­læk um Pílu pínu músa­stelpu er löngu orðin klass­ík og mörg börn hafa grátið fögr­um tár­um yfir Saknaðarljóði Gínu mömmu.“

Pét­ur Ingvi Pét­urs­son náinn samstarfsmaður á Heilsugæslustöðinni á Akureyri segir í Morgunblaðinu:

„Sköp­un­ar­gáfa henn­ar fékk m.a. út­rás í hljóðfæra­leik og tón­smíðum, ljóðagerð og rit­list. Hún var frá­bær upp­les­ari og söngvin að auki. Það var einkar auðvelt að vekja áhuga henn­ar á nán­ast hverju sem var, svo lengi sem það sam­rýmd­ist siðferðis­kennd henn­ar og lífs­sýn. Hún var hvers manns hug­ljúfi og dreng­ur góður.

Minn­ing­in um hóg­væra hug­sjóna­konu og viðleitni henn­ar til að bæta heim­inn mun lifa með öll­um þeim sem þekktu hana.“

Rætist óskir hennar heitar, hún það finni sem hún leitar […] Sárt er að missa sína.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -