2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Heiðveig býður sig aftur fram til formanns Sjómannafélagsins

Heiðveig María Einarsdóttir hyggst bjóða sig aftur fram tl formanns Sjómannafélags Íslands. Síðast liðið haust, þegar Heiða bauð sig fyrst fram, var framboðslista hennar hafnað af þáverandi stjórn og hún rekin úr félaginu. Félagsdómur dæmdi brottrekstur Heiðveigar og aðgerðir stjórnarinnar ólögmætar.

Sjómannafélagið hefur ákveðið að kjósa aftur og auglýsti eftir framboðum 16. maí síðastliðinn. Heiðveig segist hafa óskað eftir staðfestingu á kjörgengi sínu, bæði frá starfsmannafélagi og kjörstjórn. Staðfesting liggur nú fyrir. „í kjölfarið að því fórum við í það að mynda framboðið. Það er stór hópur sem þarf að vera í þessu framboði.“ Það þarf hátt í 30 manns til að bjóða fram. „Ég er ánægð með breiddina á hópnum.”

„Við erum að safna meðmælum núna og eigum að skila þeim í síðasta lagi í hádeginu á morgun.” Heiðveig segir söfnunin vera komin vel á leið en framboðið þarf 100 meðmælendur. „Við erum að tala um hátt í þriðjung félagsmanna eingöngu til þess að bjóða fram.”

Heiðveig er jákvæð gagnvart framhaldinu. „Ég er bjartsýn á að menn geri þetta á málefnilegan hátt og tel að þessar kosningar verði sanngjarnar af því gefnu að við fáum aðgang að félagalista. eins og í öllum öðrum stéttarfélögum verðir framboðið samþykkt.“ Hún tekur fram að niðurstöður kosninganna sé í sjálfu sér aukaatriði. Mestu skiptir að félagsmenn fái að nýta kosningarétt sinn. „Ef það verður svo að við vinnum þessar kosningar þá tökum við þeirri áskorun” segir Heiðveig og bætir við: „Ef að hitt framboðið nær kosningu þá tökum við því líka.” Kosningar í stjórn Sjómannafélagsins fara fram rafrænt milli 5 og 19. júní næstkomandi.

Lýðræðislegar grunnreglur brotnar

AUGLÝSING


Eins og áður segir var brottrekstur Heiðveigar og aðgerðir stjórnarinnar dæmdar ólögmætar. Lýðræðislegar grunnreglur stéttarfélaga hafi verið brotnar. Heiðveig var sökuð um að vinna gegn félaginu með gagnrýni á stjórn þess og starfsmenn. Þá var henni tilkynnt að félagsmenn þurfi að greiða til félagsins í þrjú ár til þess að öðlast kjörgengi. Samkvæmt dómnum hafi skýr ásetningur verið til staðar um að koma í veg fyrir að Heiðveig gæti haft áhrif á stjórn félagsins

„Þetta hefði aldrei þurft að fara svona, að mínu mati.” Heiðveig sagði það grátlegt að einstaklingur einir og sér þurfi að höfða mál gegn stéttarfélaginu sínu. „Það passar ekki alveg, fyrir utan það að taka alla áhættuna og þungann af því sjálfur.” Þá hafi hún lært ýmistlegt af þessu. „Það er auðvitað margt sem að vekur mann til umhugsunar.“

Heiðveig nefnir að stéttarfélög sem heyra ekki undir aðildasamtök séu í algjöru eylandi. „Það er ekkert ráðuneyti eða lög sem hafa eftirlit með þessum félögum.” Hún segir það þó hafa verið nauðsynlegt að fara þessa leið. „Þetta var ekki lýðræðislegu samfélagi bjóðandi.“ Heiðveig hvetur félagsmenn með kosningarétt að kynna sér vel málefnin og fylgja eigin sannfæringu. Þá óskar hún öllum gleðilegra sjómannadagshelgi.

FÉLAGSMENN SJÓMANNAFÉLAGS ÍSLANDS Sæl veriði kæru félagar, ég ásamt góðum hópi fólks höfum ákveðið að bjóða fram til…

Posted by Fulla ferð áfram B-listi Heiðveigar Maríu #fullaferð on Fimmtudagur, 30. maí 2019

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is