Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Heimilislæknirinn Guðmundur Karl ætlar fyrir dóm með lyf gegn Covid-19 – Bannað að gefa sjúklingum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lyfjastofnun kærði Guðmund Karl Snæbjörnsson, heimilislækni til lögreglu í sumar fyrir dreifingu á lyfinu ivermactin. Guðmundur fullyrðir í samtali við fréttastofu RÚV að það mál hafi verið látið niður falla en sé hvergi nærri lokið af hans hálfu; hann ætli að leita réttar síns vegna kærunnar.

Umræða um lyfið hefur verið áberandi innan hreyfinga sem vantreysta bóluefnum og framleiðendum þeirra og telja yfirvöld á villigötum í sóttvarnaráðstöfunum sínum.  Því hefur jafnvel verið haldið fram að lyfið sé allt sem þurfi til að hemja kórónuveirufaraldurinn.

Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvörðun Lyfjastofnunar þar sem umsókn læknis um að ávísa lyfinu ivermectin sem fyrirbyggjandi meðferð við COVID-19 var hafnað. Læknirinn ávísaði lyfinu í töfluformi fyrir sjálfan sig án athugasemda undir lok síðasta árs en Lyfjastofnun hafnaði undanþáguseðlum fyrir þrjá sjúklinga hans í byrjun þessa árs og svo aftur í sumar fyrir fjóra sjúklinga.
Gögn um notkun lyfsins ófullnægjandi

Í umsögn smitsjúkdómalækna til Lyfjastofnunar kom fram að þó svo að vísbendingar væru um að ivermectin hamli fjölgun kórónuveirunnar í tilraunaglasi væru gögn sem styddu við notkun þess væru ófullnægjandi.  Þetta sjónarmið var staðfest í grein sem birtist í British Medical Journal og á einnig við um lyfið hydroxychloroquin.

Guðmundur Karl sagði í kæru sinni til ráðuneytisins að rannsóknir hefðu staðfest virkni lyfsins gegn COVID-19. Lyfjastofnun hefði því með ólögmætum hætti komið í veg fyrir að hann gæti meðhöndlað sjúklinga sína líkt og honum væri rétt og skylt að gera sem lækni. Hann segir jafnfram að honum hafi ekki verið kynnt að hvaða leyti rökstuðningur hans fyrir undanþágubeiðnunum voru ófullnægjandi. Þvert á móti hafi hann sýnt fram á að sérstakar og vel rökstuddar ástæður væru fyrir notkun lyfsins.

Annmarkar á ákvörðun Lyfjastofnunar
Guðmundur Karl benti sömuleiðis á að Lyfjastofnun hefði ekki óskað eftir faglegu áliti sóttvarnalæknis og yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans á virkni ivermectin heldur aðeins hvort þeir teldu notkun þess samræmast stefnu þeirra í forvörnum og meðhöndlun COVID-19 sýkinga.

Ráðuneytið tekur undir með Lyfjastofnun og læknum á smitsjúkdómadeild Landspítalans og telja að Guðmundur Karl hafi ekki vísað til neinna áreiðanlegra gagna til að fallast mætti á umsóknir hans um að ávísa lyfinu sem forvörn gegn COVID-19. Var því fyrrnefnda ákvörðun Lyfjastofnunar því staðfest.

- Auglýsing -

Ráðuneytið telur engu að síður að annmarkar hafi verið á ákvörðun Lyfjastofnunar. Til að mynda hafi Guðmundur ekki fengið tækifæri til að bregðast við umsögn læknanna á smitsjúkdómadeild og þá hafi rökstuðningur stofnunarinnar ekki fullnægt kröfum stjórnsýslulaga. Þessi annarmarkar leiði þó ekki til ógildingar.

Hér er hægt að lesa fréttina í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -