Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Heimir Guðjónsson talinn líklegastur til að taka við FH: „Svarið við spurningunni er já“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf greindi fyrst allra fjölmiðla frá þá liggur knattspyrnuþjálfarinn Eiður Smári Guðjohnsen undir grun um að hafa ekið undir áhrifum áfengis í nótt.

Í gærkvöld tapaði FH gegn ÍBV í úrslitakeppni neðri liða efstu deildarinnar í knattspyrnu. Ljóst var eftir leikinn að sæti Eiðs Smára var orðið sjóðandi heitt, enda á gamla stórveldið FH á hættu að falla niður í næstefstu deild og liðið er nýbúið að tapa bikarúrslitaleik gegn Víkingi; fékk FH liðið reyndar mikið hrós fyrir þann leik; þeir velgdu Íslandsmeisturnum úr Fossvogi undir uggum – en allt kom fyrir ekki.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs er það nánast öruggt að Eiður Smári muni þurfa að taka pokann sinn í dag.

Ef svo er, þá telja sömu heimildarmenn Mannlífs einungis tvo leiki vera í stöðunni í Kaplakrika; að ráða Heimi Guðjónsson, sem vann ótal titla með FH bæði sem leikmaður, en þó mest sem þjálfari liðsins, frá árinu 2008 til 2017, og er sem stendur án samnings eftir að hann var látinn fjúka frá Hlíðarenda í sumar.

Heimir var gestur í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark í gær. Áður en fréttir dagsins um Eið Smára birtust; var Heimir einmitt spurður í þættinum hvort það kæmi til greina hjá honum að taka á nýjan leik við starfi þjálfara karlaliðs FH á næstu leiktíð:

„FH gaf mér mjög mikið. Ég var átján ár hjá; félagið gaf mér rosalega mikið. Ég held ég hafi náð að borga það þokkalega til baka. Þegar þú ert í félagi í 18 ár þá eignast þú fullt af vinum og það er geggjað að vera þarna. Margir af þessum mönnum eru enn góðir vinir mínir í dag. Ég fer oft þarna, dóttir mín er að æfa fótbolta í FH. Ég fer oft að spjalla við Vidda Halldórs og þessa kónga sem eru þarna. Svarið við spurningunni er já,“ sagði Heimir.

- Auglýsing -

Hinn kosturinn er sá að aðstoðarmaður Eiðs Smára, Sigurvin Ólafsson, taki við liðinu ásamt Davíð Þór Viðarssyni.

Flestir sem blaðamaður Mannlífs talaði við töldu að Heimir væri mun ákjósanlegri kostur, en að ráðning Siguvins og Davíðs Þórs sé allt eins líkleg; enda er Davíð Þór yfirmaður knattspyrnumála í Kaplakrika og hefur mikið að segja um hver taki við af Eiði Smára verði hann rekinn, eins og allt bendir nú til.

Sama hvað verður þá er ljóst að staða FH er afar erfið, og að stjórnin félagsins verður að bregðast fljótt við breyttri stöðu, enda er sæti í efstu deild í húfi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -