Heimkaup EKKI með lægstu verðin á matvælum – Sjáðu ótrúlega örar breytingarnar á matvöruverði

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Heimkaup hækkaði verð innan 24 klukkustunda

Samkvæmt verðlagskönnun ASÍ sem birt var þann 27. mars síðastliðinn var Heimkaup oftast með lægsta verð á matvöru. Könnunin var framkvæmd þann 25.mars og birt 27.mars. Þann 25. mars hóf Mannlíf verðkönnun hjá vefverslunum Nettó og Heimkaup. Daginn eftir, þann 26.mars þegar farið var yfir verðin, höfðu mörg þeirra hækkað hjá Heimkaup en aftur á móti lækkað hjá Nettó. Mannlíf fylgdist með þróun mála og héldu vörur hjá Heimkaup áfram að hækka þann 27.mars einnig.

Nettó lækkaði og hækkaði verð 

Nettó lækkaði margar vörutegundir sem voru til skoðunar Mannlíf í tengslum við verðkönnun sem birt var 29.mars. Þegar litið var til verðlagskönnunar ASÍ hafði Nettó lækkað verð á sumum vörum en hækkað verð á öðrum.

 

Glæný verðkönnun ASÍ á ekki lengur við

Mannlíf ákvað að kíkja á breytingar á verði hjá Heimkaup á matvælum og notaði verðlagskönnun ASÍ og verð sem eru á síðunni núna þann 28.mars. Nánast allar vörur hafa hækkað hjá þeim og þykir tilefni til þess að vekja athygli neytenda á þessu. Dregið er stórlega í efa að verðkönnun hjá ASÍ eigi við í dag, aðeins nokkrum dögum eftir að hún var framkvæmd. Þar er auðvitað alls ekki verið að álasa ASÍ á nokkurn hátt, heldur því að sumar verslanir eru að breyta verðum hjá sér ótt og títt.

 

Vel fylgst með

Farið var inn á bæði Heimkaup og Nettó síðurnar tvisvar sinnum á sólahring og í hvert sinn sem verðin voru athuguð hafði Heimkaup hækkað verðið á þeim 22 vörum sem voru teknar fyrir í könnun Mannlífs. Nettó virðist einungis hafa lækkað verðin hjá sér tvisvar á tímabilinu.

 

Álagning á Íslandi er óþarflega há

Þetta sýnir okkur neytendum það að við verðum að vera glaðvakandi fyrir verðlagningu verslananna. Það, að glæný verðlagskönnun sé ekki marktæk lengur en örfáa klukkutíma, segir allt sem segja þarf. Að það sé hægt eða lækka  verð á nánast öllum vörum mörgum sinnum á dag er ekki mjög traustvekjandi fyrir neytendur. Það segir okkur líka að það er töluvert svigrúm til þess að leika sér með verðin og þar af leiðandi rennir það stoðum undir það sem öllum ætti að vera löngu ljóst að álagning á Íslandi er óþarflega há og með öllu óásættanleg.

 

 Sjón er sögu ríkari

Hér að neðan má sjá töflur með skráningum Mannlífs, breytingarnar á tímabilinu 25 – 28. mars 2021.

Grænn= sama verð     Rauður= Heimkaup með lægra verð    Gulur= Nettó með lægra verð.

Verð tekin af síðum Nettó og Heimkaup 25.mars kl 23:00

 

Verð tekin af síðum Nettó og Heimkaup 26.mars kl 23:30

 

Verð tekin af síðum Nettó og Heimkaup 27.mars kl 13:00

 

Verð tekin af síðum Nettó og Heimkaup 27.mars kl 22:20

 

Verð tekin af síðum Nettó og Heimkaup 28.mars kl 10:00

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -