Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Helga Vala segir konuna sem leiki sér að kæra kynferðisbrot ekki vera til

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helga Vala Helgadóttir segir að á löngum ferli sem lögmaður brotaþola kynferðisbrota hafi hún aldrei hitt neina konu sem gerði það að gamni sínu að kæra mann til lögreglu. Undanfarið hafa furðu margir talað líkt og það væri algengt að konur kærðu karlmenn fyrir rangar sakir. Helga Vala bendir á að það sé svo óalgengt ekki síst fyrir þær sakir að ferlið sem tekur við er vægast sagt óþægilegt.

„Ég starfaði um árabil sem lögmaður brotaþola kynferðis- og ofbeldisbrota. Gekk vaktir á Neyðarmóttöku í viku í senn á 6 vikna fresti allt árið um kring. Ég hitti aldrei á þessum tíma brotaþola sem hefði að gamni sínu gengið í gegnum þá raun sem því fylgir. Að mæta á Neyðarmóttöku og greina frá því sem gerðist, fara í læknisskoðun, taka lyf til að varna þungun, sýnatökur til að kanna möguleg smit, aðgerðir vegna áverka, ítrekaðar lýsingar á atburðum, skýrslutaka, önnur skýrslutaka til að bregðast við frásögn geranda, bið… bið…. bið…. enn ein skýrslutaka… opinber umfjöllun, umfjöllun í nánasta samfélagi, útskúfun, meðaumkun, hverjir vita og hverjir vita ekki hvað gerðist…. bið… sálfræðiviðtöl…. og meiri bið… ,“ skrifar Helga Vala.

Hún segir svo dómskerfið vera ómanneskjulegt. „Ákvörðun lögreglu um að halda áfram með málið, senda málið til Héraðssaksóknara til að gefa út ákæru… ákvörðun lögreglu um að fella niður málið því það er orð gegn orði… eða, ákæra gefin út…. undirbúningur fyrir það að gefa skýrslu fyrir dómi… en fá ekki að vera viðstödd/viðstaddur því þú ert ekki aðili máls, þú ert bara vitni að broti gegn þér…  bið…“

Niðurstaðan eftir allt þetta er svo oft slæm fyrir viðkomandi. „Niðurstaða héraðsdóms… nokkrum árum eftir að brot átti sér stað… mögulega sýkna… mögulega sakfelling…. mögulega áfrýjun… en þú þarft að halda áfram með lífið fyrir þig og þitt fólk… Ég ítreka, ég hitti aldrei á mínum lögmannsferli einstakling sem var að leika sér að því að leita á Neyðarmóttöku eða kæra brot til lögreglu. Þetta er engin gleðistund…“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -