• Orðrómur

Helgi baunar á stjórnvöld: „Vonandi fær Muhammed að búa hér í friði“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Vonandi fær Muhammed að búa hér í friði, án þess að þurfa sífellt að réttlæta tilvist sína fyrir samlöndum sínum, og þótt börnum sé vafalaust best borgið utan svíðandi sviðsljóssins skulum við aldrei gleyma sjö ára barninu sem átti að senda úr landi.

Því þau verða fleiri.“

Þetta skrifar Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pistli á mannlíf.is. Hann segir að eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun um mál Muhammeds litla og fjölskyldu, samstöðufund með fjölskyldunni og mótmæli gegn brottflutningi hennar hafi dómsmálaráðherra brugðist við með því að tilkynna reglugerðarbreytingu sem á að gera fjölskyldunni kleift að vera hér áfram. Þótt dómsmálaráðherra vilji ólm gera eitthvað eftir alla fjölmiðlaumfjöllunina, þá sé hins vegar ekki vilji hjá stjórnvöldum til þess að gefa fólki utan EES-svæðisins meira svigrúm til að setjast hér að heldur en virðist algjörlega nauðsynlegt, ýmist vegna ákalls almennings, atvinnurekenda eða alþjóðalaga.

Hann segir að undirliggjandi vandi sé að Ísland skorti útlendingastefnu. „Við höfum ekki einu sinni skilgreint hvað það er sem við viljum, né hvað það er sem við viljum forðast. Löggjöfin hefur fyrst og fremst þróast út frá samblöndu af tilviljanakenndum sveiflum í misreglulegum flutningum fólks, einhvers konar lagalegri nauðhyggju, þörf yfirvalda til að líta vel út og síðast en ekki síst taugaveiklun yfir því að hér vilji of margt fólk setjast að.“

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -