Föstudagur 19. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Helgi horft upp á vini taka eigið líf: „Manni fannst maður ekki mega líða illa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helgi Seljan fréttamaður hefur þurft að horfa á eftir vinum og jafnöldrum sem sviptu sig lífi á Reyðarfirði þar sem hann ólst upp. Þar hafi sjálfsvíg verið það algeng á árum áður að halft þorpið hafi verið reglulega í jarðarför.

Frá þessu sagði Helgi í podcasti Snæbjörns Ragnarssonar, Snæbjörn talar við fólk, þar sem þeir ræddu heima og geyma. „Ég er alinn upp á stað þar sem líkurnar á því að ég komist í gegnum 17-25 ára aldurinn voru bara tíu prósent minni en á næsta bæ og það mótaði þetta samfélag og menn gáfust upp á lífinu í kringum mig. Það er svona raunveruleiki sem ég hef áttað mig á að er svo fjarri hjá mörgum öðrum. Það er ekkert eðlilegt að í næstum því áratug sé hálft þorpið í jarðarför út af því að einhvern ungur maður fyrirfór sér,“ segir Helgi og heldur áfram:

„Ég horfði upp á það að vinir mínir misstu bræður sína eða náfrændur sína. Góður vinur minn og jafnaldri líka. Þetta kom aldrei beint fyrir mig og manni fannst maður ekki mega líða illa, en þá fær maður samviskubit, af hverju slapp ég. Maður fór að hugsa hluti eins og, hefði ekki verið eðlilegra að ég gerði þetta frekar en hann. Manni finnst svolítið eins og maður hafi ekki mátt gera þetta að sínu því í næsta húsi var eitt tómt herbergi því að einhver unglingur dó og ákvað það sjálfur.“

„Ég lendi svolítið í því að vera eins og söngvarinn í Creed í augum Samherjamanna. Það hata allir söngvarann í Creed og ég tek svolítið mikið hitann af þessu“

Helgi viðurkennir hafa átt í vandræðum með áfengi í gegnum tíðina og það var svo fyrir fimm árum að hann hætti að drekka. „Ég þóttist oft reyna að hætta að drekka og svo gerði ég það loks fyrir fimm árum síðan. Það var í sjálfu sér ekki erfitt en aðallega erfitt að átta sig á því af hverju ég væri ekki löngu búinn að gera þetta. Það var mikið sorgarferli að hætta þessu. Maður var búinn að lifa lífinu eins og þetta væri eitthvað haldreipi fyrir þig, í góðu eða slæmu, þá hefur maður alltaf þetta. Svo þegar þú hættir heldur þú að það séu bara berir veggirnir eftir en sem betur fer var ég fljótur að átta mig á því að svo er ekki,“ segir Helgi.

Þeir Helgi og Snæbjörn komust ekki í gegnum langt samtalið án þess að Samherji bæri á góma. Helgi hefur einmitt verið skotspónn útgerðarfyrirtækisins í því varnarspili sem það hefur spilað undanfarna mánuði. „Ég lendi svolítið í því að vera eins og söngvarinn í Creed í augum Samherjamanna. Það hata allir söngvarann í Creed og ég tek svolítið mikið hitann af þessu en ég var svo sannarlega ekki einn að vinna þetta. Í raun var þetta heilt ár sem við vorum í þessu og vorum bara fjórir sem vissu hvað við værum að fara gera,“ segir Helgi Selja og bætir við:

„Þú gast í rauninni ekki umgengist neinn. Ef þú getur ekki rætt við fólk um vinnuna þína það er í raun eins og banna fólki að reyna brjóta ísinn og tala um veðrið. Þú getur í raun ekki verið týpan sem segir, ég get ekki talað um það. Og þú getur heldur ekki farið að ljúga að fólki, og þá er bara best að hitta ekki neinn og þess vegna einangrar maður sig svolítið mikið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -