Þriðjudagur 4. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Helgi og Grímur skammaðir fyrir að betla eftir ofsagróða: „Svo mikil skömm að það nær engu tali“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Reiði er meðal landsmanna yfir þeim fregnum að Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, og Helgi Magnússon, stjórnarformaður Bláa lónsins og eigandi Fréttablaðsins og DV, hafi sótt mörg hundruð milljónir í sameiginlega sjóði eftir að þeir mokgræddu. Kveikur fjallaði um það í gær að Bláa lónið hafi fengið rúmlega 590 milljónir króna í uppsagnarstyrk vegna COVID en hluthafar fengu samtals rúma 7,8 milljarða króna í arð frá félaginu á þremur árum fyrir faraldurinn.

Þetta er fordæmt víða á Facebook og virðist sameina hægri- og vinstrimenn. Í það minnsta eru bæði sósíalistar og Guðmundur Franklín Jónsson ekki sáttir. Færsla Katrínar Baldursdóttur innan Facebook-hóps sósíalista hefur vakið nokkra athygli en þar lætur hún Grím og Helga heyra það.

„Það sýnir í hvers konar þjóðfélagi við búum þegar tveir ríkustu menn landsins, þeir Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónsins og Helgi Magnússon stjórnarformaður Bláa lónsins eru í aðstöðu til greiða sér fleiri milljarða í arð en betla svo af okkur almenning 580 milljónir því þeir segjast blankir vegna Covid. Og þeir voru fljótir að koma fyrirtækinu á uppsagnarstyrki vegna veirunnar,“ skrifar Katrín.

Hún telur svo upp helstu eigendur lónsins. „Bláa lónið fékk nefnilega rúmlega 590 milljónir króna í uppsagnastyrk, en hluthafar fyrirtækisins fengu samtals jafnvirði rúmlega 7,8 milljarða króna í arð frá félaginu á þremur árum fyrir faraldurinn, sem er rúmlega þrettánfalt meira en uppsagnastyrkurinn. Grímur Sæmundsen er langstærsti eigandi Bláa lónsins og á sennilega uppundir helming þegar allt er tekið saman. Helgi Magnússon sem einnig á Fréttablaðið og Hringbraut er líka stór eigandi. Ágústa John­son er einnig á meðal stærstu eig­enda. Ágústa er eig­in­kona Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra.“

Hún segir alveg ljóst að þetta fólk hefði getað borgað laun starfsmanna á neyðartíma fyrir gróðann undanfarin ár. „Ef við miðum við að Grímur eigi upp undir helming fyrirtæksins þá hefur hann fengið í vasann um 4 milljarða í arð á síðustu 3 árum. En var svo félítill þegar kórónufaraldurinn brast á að hann þurfti að betla 590 milljónir af okkur. Hafði geð í sér til þess að sópa milljónirnar upp úr ríkiskassanum. Svona þjóðfélag sem fyllir kistur hinna ríku en lengir raðir fátækst fólks við dyr hjálparstofnanna er svo langt frá öllum gildum og markmiðum sósíalisma að engu er saman að jafna. Svona þjóðfélag er heldur ekki í anda þess sem almenningur vill. Almenningur er skynsamur og sósíalismi er skynsamur.“

Hiti er í fólki sem skrifar athugasemd við færslu hennar. „Svona viðbjóður gengur nú bara ekki .. og svo svelta aðrir,“ skrifar einn. Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Reykjavík, skrifar svo: „Það er svo mikil skömm að þessu að það nær engu tali.“

- Auglýsing -

Björn Birgisson, samfélagsrýnir frá Grindavík, segir svo þetta dæmigert í færslu. „Bláa lónið greiddi 7,8 milljarða í arð til eigenda sinna síðustu þrjú árin fyrir Covid vandræðin. Meira en nokkurt annað fyrirtæki í landinu. Bláa lónið fékk 591 milljón króna af almannafé í uppsagnarstyrki vegna COVID. Ríkidæmi eigenda skertist ekki, en hagur ríkissjóðs fór halloka. Svona vinnur einkaframtakið. Hirðir gróðann, en ávísar tapinu á ríkissjóð.“

Að lokum má nefna að í hópnum Boðnarmjöður varð svo til vísa um þetta. Kristján H Theodórsson yrkir:

„Sveinar þeir af Svarta engi,

- Auglýsing -

svelta munu ef.

Bjarni lætur bíða lengi,

að bæta þeirra kvef.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -