Helgi Seljan ekki sáttur við vinnubrögð Fiskistofu: „Hvers konar rannsókn er þetta?“

Deila

- Auglýsing -

Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV, greinir frá því á Facebook að hann hafi fengið símtal frá skipverja, sem hafði tekið upp brottkast á togaranum Kleifabergs RE haustið 2016 og birt var í ítarlegri umfjöllun sjónvarpsþáttsins Kveiks um brottkast ári síðar.

Helgi segir mannninn íhuga alvarlega að stíga opinberlega fram og segja sína hlið af málinu – enda sárni honum hvernig „útgerð Kleifabergsins beitt þeirri málsvörn vegna myndbandsins sem hann tók, að um hefði verið að ræða eignaspjöll.“

Uppreist æraÍ liðinni viku tilkynnti ráðuneyti sjávarútvegsmála niðurstöðu tæplega hálfs árs skoðunar á brottkastmáli…

Posted by Helgi Seljan on Þriðjudagur, 18. júní 2019

Hann sé þó hikandi.

„Hann kvaðst hins vegar eðlilega óttast afleiðingar þess að hann stigi fram með svo afgerandi hætti, ekki síst vegna þess að hann hafði horft upp á þá meðferð sem Trausti Gylfason, fyrrum skipsfélagi hans, fékk eftir að hann kom fram í dagsljósið.“

Sjómaðurinn staðfesti við Helga að rannsóknin hafi verið í skötulíki. „Hann sagði mér að hvorki ráðuneyti sjávarútvegsmála, sem hafði þá kæru vegna ákvörðunar Fiskistofu til meðferðar, né heldur Fiskistofa, hefðu nokkuð rætt við hann eftir að ákvörðunin var kynnt. Jafnvel ekki til þess að bera undir hann hvort eðlilegt væri að Fiskistofa afhenti umræddri útgerð tölvupóst með nafni hans og símanúmeri, eins og Fiskistofa hafði þó spurt mig um. En hann var ekki spurður,“ segir Helgi og bætir við: „Hann tjáði mér að öll samskipti hans við Fiskistofu væru eitt stutt símtal sem hann fékk, á að giska mánuði eftir að Fiskistofustjóra voru afhentar kontakt upplýsingar hans. Það símtal fól að sögn hans í sér það eitt að starfsmaður Fiskistofu spurði hann hvort hann væri tilbúinn til að bera vitni um brottkastið á myndbandinu.“

Þar með lauk hans hluta í rannsókninni.

„Samkvæmt samtali mínu við sjómanninn gerði þessi starfsmaður Fiskistofu enga frekari tilraun til að afla upplýsinga um myndbandið eða tilurð þess, hann bað ekki um að fá taka af manninum skýrslu og óskaði ekki eftir neinum frekari upplýsingum, kvaddi bara kurteislega svo þar við sat.“

Hvorki fiskistofa né ráðuneytið hringdu aftur í manninn og Helgi spyr í tilefni þess: „Hvers konar rannsókn var þetta?“

Í lokin bætir Helgi við að honum þyki fallegt að ættingjar skipverja á Kleifarberginu sé farnir að fagna uppreist æru þeirra – en slær þó varnagla: „En um leið sorglegt að vita til þess að staðfesting á kerfisbundnu brottkasti, en fyrndar refsingar vegna þeirra, séu nóg til að reisa við æru einhvers.“

Helgi Seljan skrifaði þessa ítarlegu fréttaskýringu í dag.Hann skrifar hér um brottkastsmál sem fjallað var umí Kveik í árslok 2017. Eins og sjá má er stjórnkerfið svo gjörspilltog svo hallt undir útgerðarmafíuna að engar sannanirfá haggað niðurstöðum mála..„Uppreist æraÍ liðinni viku tilkynnti ráðuneyti sjávarútvegsmála niðurstöðu tæplega hálfs árs skoðunar á brottkastmáli togarans Kleifabergs RE. Málið á sér reyndar nærri tveggja ára forsögu og snýst um þá ákvörðun Fiskistofu að svipta Kleifabergið veiðileyfi vegna ítrekaðs og stórfellds brottkasts á afla. Sönnunargögnin og frásagnir skipverja sýna svo ekki verður um villst að um borð í Kleifaberginu var ítrekað hent í sjóinn miklu magni af verðmætum fiski; af ýmsum tegundum.Myndbönd frá árunum 2008 til 2010 sýndu brottkast meðafla (karfa, ufsa, ýsu ofl), brottkast á minni þorski og brottkast makríl. Myndband sem tekið var árið 2016 sýndi auk þess hvernig miklu magni – um 2 tonnum að sögn – var spólað upp úr kari í gegnum sérútbúna lúgu á flökunarvélarborði og þaðan á færiband út í sjó. Um var að ræða hausaðan þorsk.Ástæður fyrir brottkastinu voru alltaf þær sömu. Peningar og tími. Að koma með sem mest af verðmætari afla í land á kostnað þess síður verðmæta og að halda uppi hámarks afköstum með sem minnstu stoppi, til dæmis vegna þess að verið er að skipta úr einni tegund í aðra, rétt eins og þegar verið er að losna við afla þar sem fyrirsjáanlegt er að meira og ferskara hráefni er í trollinu.Það er að segja að veitt hefur verið of mikið og umfram afköst.Það er nefnilega fjárhagslegur hvati að baki brottkasti. Framhjá þeirri augljósu staðreynd að hafa menn einhverra hluta vegna litið, oft viljandi að ég held.Samkvæmt íslenskum lögum er bannað að henda fiski. Engu gildir hvort fiskurinn sé lélegur að mati skipstjóra eða annarra. Skipstjórar eiga að stýra veiðum þannig að takist að vinna afla áður en hann skemmist.Fyrir það fá þeir margfaldan hlut háseta.Ákvæði um algjört bann var styrkt fyrir tæpum tuttugu árum, ekki síst vegna þess að ef menn voru staðnir að brottkasti gátu þeir einfaldlega fullyrt að fiskur hefði verið selbitinn, ónýtur eða skemmdur.Vonlaust var að afsanna þær fullyrðingar.Fiskistofa komst að þeirri niðurstöðu að um borð í Kleifaberginu hefðu menn farið á svig við lög – ítrekað og gróft. Um það vitnuðu myndbönd og frásögn skipverja (seinna hafa fleiri fyrrum skipverjar á Kleifaberginu lýst samskonar reynslu og svo er einnig um kollega þeirra á öðrum skipum)Fyrir þessi lögbrot ákvað Fiskistofa að réttast væri að svipta skipið veiðileyfi í þrjá mánuði nú í byrjun árs. (Það er freistandi að íhuga hér samjöfnuð við það og ef ölvunarakstur bílstjóra leiddi til þess að bílinn sem hann ók yrði tekinn af númerum, en gott og vel)Fiskistofa taldi sumsé brot Kleifabergsins (skipsins þá væntanlega) hafið yfir allan vafa. Því undi útgerðin ekki. Gerði að vísu ekki ágreining um það sem fyrir augu bar í myndböndum og frásögn skipverja af þeim, frá árunum 2008-2010. En útgerðin taldi myndbandið frá árinu 2016 vera falsað.Ekki falsað þannig að þar væri ekki fiskur að fara í sjóinn.Fiskur sem sannarlega var um borð í Kleifaberginu og virtist eiga greiða leið framhjá vinnslulínunni ofan á ruslaband og ofan í sjó, vegna hugkvæmni einhvers slípirokkseiganda við að skera út lúgu í flökunarvélarborðið.Nei, fölsunin var sviðsetning ónefnds skipverja sem svo tók brottkastið upp á myndband. Hann var sumsé að falsa brottkast með því að taka það upp hjá sjálfum sér að spóla í sjóinn ríflega tveimur tonnum af þorski.Án þess að nokkur annar um borð hefði tekið þátt í því eða svo mikið sem vitað af því, eða orðið var við það.Og í því fólust eignaspjöll, að mati útgerðarinnar. Sem kærði þessi meintu eignaspjöll til lögreglu.Og það er hér sem málið verður heimspekilegt í meira lagi. Og ekki síst vegna þess að lögfræðingar sjávarútvegsráðuneytisins hafa nú ákveðið að hirta Fiskistofu fyrir að afsanna ekki þessa órökstuddu kenningu útgerðarinnar um eignaspjöllin.Hvers vegna heimspekilegt?Jú, vegna þess að þó vissulega sé óumdeilt að með því að henda fiski í sjóinn sé sannarlega verið að sólunda verðmætum – og það miklu mun meiri en ég held að fólk geri sér almennt í hugarlund – þá situr eftir þetta með eignina.Hver á fiskinn sem Kleifabergið spólaði í sjóinn, bæði þarna og áður?Það er nefnilega ekki augljóst. Það að hafa kvóta fyrir veiðum á tiltekinni tegund gefur þér rétt til að landa fiski, og fénýta, en eingöngu þeim fiski sem þú landar.Það er þetta með fugl í hendi og fugla í skógi.Fiskur sem aldrei kemur í land – og er þar af leiðandi aldrei færður á móti kvóta – er þar af leiðandi ekki eign Kleifabergsins.Hann getur ekki verið það.Hann getur því einungis verið það að tonnin tvö sem spólað var í sjóinn þarna rétt fyrir hádegi í miðjum sumartúr árið 2016 hafi orðið til þess að sömu tvö tonn voru ekki „veidd aftur“ og ekki færð í land til fénýtingar fyrir útgerðina. Að Kleifabergið hafi landað tveimur tonnum minna af þorski en kvótastaðan gaf til kynna það ár, og það þessum tonnum minna.Fátt ef nokkuð bendir til þess, fyrst ekki nokkur maður vissi af tonnunum tveimur fara í sjóinn.Þetta kann að hljóma eins og einhver útúrsnúningur en athugið að þetta er grundvallaratriði í málflutningi ráðuneytisins.Að Fiskistofa hafi ekki afsannað kenninguna um skemmdarvarginn í áhöfninni. Manninn sem ákvað upp á sitt eindæmi að henda fiskinum hans Guðmundar Kristjánssonar í hafið, að því er virðist til gamans.Að þessu sögðu er athyglisvert að rýna í rannsóknir málsins, hvort heldur sem er hjá Fiskistofu eða ráðuneyti sjávarútvegsmála.Fyrst þetta:Eftir að Kveikur birti myndbönd af brottkasti um borð í Kleifaberginu á árunum 2008-2010 í þætti sínum haustið 2017, virðist sem Fiskistofu hafi snúist hugur.Fiskistofa hafði nefnilega haft umrædd myndbönd í sínum fórum í marga mánuði eða allt frá því snemmsumars. Og það sem meira er: Fiskistofa hafði tjáð skipverjanum sem tók myndböndin að lögmenn Fiskistofu sæju sér ekki fært að gera neitt með málið. Það væri of gamalt.Nú veit ég ekki hvað breyttist við að myndböndin komu fyrir sjónir almennings en í öllu falli kvað við nýjan tón hjá Fiskistofu. Myndböndin voru ekki lengur of gömul. Og rannsókn skyldi fara fram.Degi eftir sýningu Kveiksþáttarins birti Kveikur svo annað myndband í kvöldfréttum Sjónvarps. Myndband sem var rétt ársgamalt, tekið 2016. Um var að ræða myndband sem tekið var af öðrum skipverja en þeim sem stigið hafði fram í Kveik og lýst því sem fram fór á eldri myndböndunum.Sá sem ráðuneyti sjávarútvegsmála brigslar nú um eignaspjöll.Myndbandið hans sýndi líkt og þau fyrri hvernig fiski var spólað út um sömu færibönd, og um sömu lúgu í sjóinn.Viðkomandi skipverji kvaðst ekki treysta sér til að stíga fram sjálfur en lýsti því þannig að honum hefði ofboðið meðferð á fiski um borð í skipinu, bæði í þetta sinn og áður þegar fyrirskipun kom til skipverja um að rýma til fyrir nýrri fiski eins og þarna. Hann hefði því ákveðið að taka brottkastið upp á myndband í þetta skiptið. Með því að bera myndbandið undir aðra áhafnarmeðlimi, fyrrverandi og núverandi, auk manna sem þekkja til um borð og enn fremur með því að ganga úr skugga um að tímakóði (tími og dagsetning) myndbandsins væri rétt, þá var hægt að birta myndbandið og segja til um hvenær það var tekið. Og ekki síst hvar.Eftir sýningu þess hafði forstjóri Fiskistofu samband við Kveik og óskaði eftir því að fá myndbandið og ná tali af manninum sem tók það upp. Í framhaldinu átti ég samtal við viðkomandi mann og sagði honum að Fiskistofustjóri hefði óskað eftir myndbandinu og einnig því að ná af honum tali. Ég hefði sagst myndu bera það undir viðkomandi en að öðru leyti vildi ég ekki hafa frekari afskipti af málinu og ég mundi hvorki hvetja né letja viðkomandi til eins eða neins.Skipverjinn ákvað að verða við beiðni Fiskistofu. Í framhaldinu sendi ég Fiskistofustjóra umbeðnar kontakt-upplýsingar á viðkomandi mann en myndbandið hafði þá verið birt í heild sinni á vef RÚV og var þar aðgengilegt öllum. Með skilaboðunum til Fiskistofustjóra færði ég þau skilaboð mannsins, að hann væri til í að ræða við Fiskistofu og í það minnsta vitna nafnlaust um það sem þar kom fram og veita frekari upplýsingar. Hann væri þó skeptískur á að hann hreinlega þyrði að stíga fram eftir það sem á undan væri gengið og opinbera nafn sitt.Hann væri þó til í að veita allar þær upplýsingar sem hann gæti við rannsókn málsins.Þar með lauk samskiptum mínum við viðkomandi sjómann og Fiskistofu vegna málsins.Allt þar til í janúar á þessu ári. Þá birti Fiskistofa ákvörðun í málinu.Kleifaberg skyldi missa veiðileyfi í þrjá mánuði vegna ítrekaðs og stórfelld brottkasts, samanber myndböndin frá 2008-10 og myndbandið frá sumrinu 2016.Eitt vakti þó undrun mína þegar ég komst loks yfir úrskurð Fiskistofu í málinu. Fiskistofa hafði reyndar neitað að afhenda mér hann. En útgerðin birti hann.Og hvað blasti þá við?Jú, sú staðreynd að þótt Fiskistofa hafði fengið upp í hendurnar brottkastsmyndband frá árinu 2016 og manninn sem tók myndbandið, þá var hans hvergi getið í úrskurðinum. Raunar mátti skilja úrskurð Fiskistofu þannig að Trausti Gylfason, sá maður sem steig fram í Kveiksþættinum 2017 og hafði sannarlega tekið upp myndir af brottkasti 2008-2010, hafi líka tekið upp myndbandið 2016.Og raunar mátti ekki bara skilja það. Heldur var það beinlínis sett þannig fram.Áhafnarmeðlimir og ættingjar annars skipstjórans gripu þessa einkennilegu lýsingu Fiskistofu á lofti og réðust á Trausta Gylfason með skítkasti, lyga- og svikabrigslum. Áður og eftir hefur Trausti reyndar mátt sitja undir óheyrilega rætnu skítkasti vegna þess sem hann gerði.Sem – svo ég ítreki það nú – var að benda á þátttöku sína í lögbrotum.En í öllu falli tvíefldist skítkastið gegn Trausta. Og beindist líka að Kveik, RÚV og mér sjálfum.Í stuttu máli sagt:Nú átti málið að vera þannig vaxið að ég hefði ásamt Trausta birt myndbandið frá 2016 undir því yfirskini að það væri ekki frá honum. Hversu gáfulegt sem það plott væri nú ef þá er hægt að kalla það plott.Og nú væri Trausti farinn að afneita því myndbandi og því að brottkast nokkuð hefði átt sér stað þarna 2016.En auðvitað sór Trausti af sér þetta myndband af þeirri einföldu ástæðu að hann tók það ekki og hafði ekki hugmynd um tilveru þess. Og hann var ekki að kasta neinum fiski í það sinn, en lét vissulega fylgja með í frásögninni að aðferðin sem notast var við í umrætt sinn væri honum ekki ókunnug frá fyrri störfum hans um borð í Kleifaberginu.Á þessum tímapunkti gat ég ómögulega áttað mig á því hvað vakti fyrir Fiskistofu.Af hverju var úrskurðurinn orðaður með svo, í besta falli, slysalegum hætti?En það skýrðist smám saman.Útgerðin kærði strax ákvörðun Fiskistofu þarna í janúar síðastliðnum til sjávarútvegsráðherra. Og strax var tekin ákvörðun um að fresta veiðileyfissviptingu skipsins á meðan kæran væri til rannsóknar í ráðuneytinu.Nokkrum dögum síðar fæ ég erindi frá lögmanni Fiskistofu. Erindið var með þeim sérkennilegri sem ég hef fengið. Í því fólst beiðni Fiskistofu til mín um að fá að afhenda útgerð Kleifabergsins tölvupóst minn til Fiskistofustjóra, þar sem ég tjáði honum að skipverjinn sem tók 2016 myndbandið væri til í að ræða við Fiskistofu.Þeirri beiðni og sömuleiðis síðari beiðnum, sem fólu í sér að persónugreinanlegar upplýsingar yrðu afmáðar úr póstinum og hann síðan afhentur útgerðinni, var hafnað. Eðlilega.Ennfremur óskaði Fiskistofa eftir því að fá að vita hvernig Kveikur hefði gengið úr skugga um hvar og hvenær myndbandið hefði verið tekið!Athugið að þarna var Fiskistofa búinn að vera með málið til rannsóknar í bráðum eitt og hálft ár, og hafði haft 2016-myndbandið (sem og kontakt uppýsingar um manninn sem tók það) undir höndum í rúmt ár.Og ég veit núna hvernig Fiskistofa afgreiddi málið þegar það var í rannsókn. Ég veit það vegna þess að skipverjinn, sem Fiskistofa fékk aðgang að haustið 2017 ásamt myndbandi hans frá árinu áður; hann hringdi í mig fyrir ekki svo löngu. Ástæðan var sú að hann hafði fylgst með umræðu um málið opinberlega og sveið það sárt að bæði þá og áður hafði útgerð Kleifabergsins beitt þeirri málsvörn vegna myndbandsins sem hann tók, að um hefði verið að ræða eignaspjöll (!) og að í raun væri útgerðin, áhöfnin, skipstjórinn og gott ef ekki þjóðin öll fórnarlamb einfarans sem ákvað að henda tveimur tonnum af þorski, svona rétt áður en hann stökk í koju eftir morgunvaktina einn dag þarna sumarið 2016.Í samtali mínu við manninn kvaðst hann nú íhuga það alvarlega að stíga fram og segja sína hlið málsins og varpa um leið ljósi á hvernig snúið hefði verið út úr málinu.Hann kvaðst hins vegar eðlilega óttast afleiðingar þess að hann stigi fram með svo afgerandi hætti, ekki síst vegna þess að hann hafði horft upp á þá meðferð sem Trausti Gylfason, fyrrum skipsfélagi hans, fékk eftir að hann kom fram í dagsljósið.Ég sagðist einfaldlega skilja það viðhorf hans mæta vel. Mér hefði sjálfum orðið hálf hverft við að sjá sumt af því sem fór af stað í kjölfar umfjöllunar Kveiks um þessi mál. Ekki svo að skilja að ég kveinki mér undan því þó menn reiðist slíkri umfjöllun. Skárra væri það nú. Öllu verra var hvernig það birtist.Ég á ekki við skítkastið í garð sendiboðans, eða uppljóstrarans. Það var gamalkunnugt. Það er hefðbundin þjóðaríþrótt Íslendinga að álíta glæpinn veigaminni en það að greina frá honum.Þannig hafði formaður félags skipstjórnarmanna til dæmis risið upp á afturlappirnar í nafni félagsins og ráðist að uppljóstrurunum í málinu, með einhverju sem verður ekki túlkað öðruvísi en hótanir gagnvart þeim sem ætluðu sér að fylgja að fordæmi þeirra.Jafnframt setti þessi leiðtogi skipstjórnarmanna fram þá hreint mögnuðu fullyrðingu að brottkast, eins og það sem sýnt var um borð í Kleifaberginu, sé ekki bara ófrávíkjanlegur hluti fiskveiða heldur beinlínis svo algengt að gott ef ekki allur flotinn þyrfti í land ef Kleifabergið færi í land.Ekki einn einasti skipstjóri andmælti þessu opinberlega.Þeir stóðu samstíga í inniskóna þar blessaðir. Merkilegt nokk.Í sama knérunn hjó svo sjávarútvegsráðherra í viðtali á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þar sagði hann það alvarlegt mál ef einstaklingar „geti eyðilagt fyrir heilu áhöfnunum“ og tók fram að „refsihlutinn í þessari löggjöf sé dálítið strangur“!O, jæja.Og auðvitað fór svo eftir þessar opinberu yfirlýsingar og allt skítkastið sem Trausti Gylfason hefur fengið yfir sig ýmist beint eða óbeint á samfélagsmiðlum að skipverjinn afréð að stíga ekki fram, ekki í bili alla vega.Og lái honum hver sem vill.En það var annað sem mér fannst enn verra sem hann sagði mér í samtali okkar nú á vormánuðum, þessi sjómaður.Hann sagði mér að hvorki ráðuneyti sjávarútvegsmála, sem hafði þá kæru vegna ákvörðunar Fiskistofu til meðferðar, né heldur Fiskistofa, hefðu nokkuð rætt við hann eftir að ákvörðunin var kynnt. Jafnvel ekki til þess að bera undir hann hvort eðlilegt væri að Fiskistofa afhenti umræddri útgerð tölvupóst með nafni hans og símanúmeri, eins og Fiskistofa hafði þó spurt mig um.En hann var ekki spurður.Og það sem meira er. Hann tjáði mér að öll samskipti hans við Fiskistofu væru eitt stutt símtal sem hann fékk, á að giska mánuði eftir að Fiskistofustjóra voru afhentar kontakt upplýsingar hans. Það símtal fól að sögn hans í sér það eitt að starfsmaður Fiskistofu spurði hann hvort hann væri tilbúinn til að bera vitni um brottkastið á myndbandinu.Hann viðurkenndi þá að hann vildi síður gera það opinbert hver hann væri, þó hann gæti auðveldlega staðfest uppruna, ástæður og tímasetningu myndbandsins og veitt aðrar upplýsingar. Samkvæmt samtali mínu við sjómanninn gerði þessi starfsmaður Fiskistofu enga frekari tilraun til að afla upplýsinga um myndbandið eða tilurð þess, hann bað ekki um að fá taka af manninum skýrslu og óskaði ekki eftir neinum frekari upplýsingum, kvaddi bara kurteislega svo þar við sat.Og Fiskistofa hringdi aldrei aftur.Ráðuneytið ekki heldur.Hvers konar rannsókn var þetta?Það er út af fyrir sig jákvætt að allir þeir, sem eiga sitt undir því að Kleifabergið sé á sjó þá þrjá mánuði sem það átti að liggja bundið við bryggju, verði á sjó. Líklegt er, og raunar má lesa það út úr yfirlýsingum útgerðarinnar, að þeim hefði verið hent nær tekjulausum í land stóran hluta þess tíma sem skipið átti að liggja við bryggju.Svo hefði þó tæpast verið um yfirmenn skipsins.Og kvótann hefði mátt færa á annað skip og veiða hann þannig. Enda refsingin skipsins.Ég sá á Facebook að ættingjar skipverja á Kleifaberginu eru nú farinn að fagna uppreistri æru skipstjórnarmanna á Kleifaberginu.Það er fallegt.En um leið sorglegt að vita til þess að staðfesting á kerfisbundnu brottkasti, en fyrndar refsingar vegna þeirra, séu nóg til að reisa við æru einhvers.Það þykir mér lítilþægni.Fyrir svo utan að brottkastið sem sannarlega fór fram um borð í Kleifaberginu sumarið 2016, sé þá hugsanlega minna brottkast, vegna þess að ekki tókst að afsanna kenningar útgerðarinnar um að sjálf útgerðin væri hið raunverulega fórnarlamb, jafnvel þó útgerðin hafi sannarlega engan skaða borið af því að tonnunum tveimur var sturtað í sjóinn!Lögfræðingar ráðuneytisins mátu það öðruvísi. Þess sama ráðuneytis og staðið var að því að afneita í fjölda ára, og af nokkurri hörku, tilvist brottkasts í líkingu við það sem blasti við í myndböndunum af Kleifaberginu, án þess að hafa neitt fyrir sér í því annað en fullyrðingar hagsmunaaðila.Svipaðar fullyrðingar hafa reyndar komið úr ótrúlegustu áttum undanfarin ár.Fyrrverandi ritstjóri Fiskifrétta lét til dæmis þau ummæli falla í einhverju viðhafnarviðtali við sig sjálfan fyrir nokkrum árum að hann teldi að brottkast væri liðin tíð. Að sjómenn hentu ekki fiski, því þá væru þeir að henda eigin launum.Sem er líka fallegt viðhorf. En um leið til marks um litla eða enga þekkingu á gangverki þess iðnaðar sem gæinn hafði varið einhverjum áratugum í að fjalla um.En það má svo sem segja að á meðan þetta sama brottkast er álitið eitthvað annað en brottkast af stjórnvöldum, og ekki dugir að eiga það á mynd eða að menn vitni um það, að brottkast sé ekkert.Sem það þá sjálfsagt er.Ekkert.“Hér er umfjöllun Kveiks um brottkastiðfrá 21. nóvember og 12. desember 2017..

Posted by Lára Hanna Einarsdóttir on Þriðjudagur, 18. júní 2019

- Advertisement -

Athugasemdir