• Orðrómur

„Helgi Sig er jafnheimskasti maður á vegum ritstjórnar í íslenskum fjölmiðli nú til dags“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þorvaldur Sverrisson ritar áhugaverðan pistil í samfélagsmiðlahópi þar sem velt er upp þeirri spurningu hvort skopmyndateiknari Morgunblaðsins, Helgi Sigurðsson, endurspegli ekki skoðanir og áherslur blaðsins.

Þorvaldur hefur mál sitt með þessu:

„Skopmyndir hafa nokkra sérstöðu á fjölmiðli. Þær eru ekki ritstjórnarefni og ekki leiðari en ekki aðsendur pistill heldur. Kannski líkastar föstum skoðanadálki með fastan höfund, en þó nátengdari ritstjórnarstefnu og ásýnd miðilsins en flestir slíkir. Ráðning fastra pistlahöfunda er óhjákvæmilega viðurkenning á að sjónarmið þeirra eigi erindi, jafnvel nokkuð áríðandi erindi við fólk, hvort sem ritstjóri er hjartanlega sammála þeim í það og það skiptið,“ segir Þorvaldur og veltir því fyrir sér hvort fjölmiðillinn sem birtir skopmyndirnar telji þær eiga erindi við almennin:

- Auglýsing -

„Ef fastur pistlahöfundur birtir svo til ekkert nema hatur, mannfyrirlitningu og lygar, dag hvern, árum saman, er ekki hægt að líta öðruvísi á en svo að miðillinn sem borgar fyrir og dreifir efninu telji hatur, mannfyrirlitningu og ósannindi eiga áríðandi erindi við almenning. Og sé þar með að minnsta kosti öðrum þræði fjölmiðill sem stendur fyrir hatur, mannfyrirlitningu og ósannindi. Eða á fólk að láta bara eins og þetta sé ekki þarna?“

„Allt sem birtist í dagblaði er á ábyrgð ritsjóra og birt með samþykki. Svo einfalt er það nú,“ segir Teitur Atlason.

- Auglýsing -

Bergur Ísleifsson er hins vegar á því að „þessar myndir í Mogganum eru ekki skop, heldur afstaða Helga Sig til málanna hverju sinni. Sú afstaða verður ekki sjálfvirkt að skopi þótt hún sé teiknuð.“

Þorvaldur bendir Bergi á að „þessar myndir hafa stöðu skopmyndar þó þær séu ekki fyndnar, þannig að það hlýtur að vera óhætt að flokka þær sem slíkar. Og sem skoðanaskop, eða spéspegil – editorial cartoon – hversu oft sem kollegar Helga myndu blikka augunum yfir því.

Bergur er snöggur til svars og uppsker hlátur frá Þorvaldi: „… stöðu skopmyndar? Svona eins og köttur sem krafsar í gítarstrengi hefur stöðu tónskálds?

- Auglýsing -

Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson kemur þá til skjalanna og segist ekki vera neinn sérstakur „aðdáandi þessara teikninga, en skop er skop, og skilgreiningin á því hugtaki er að það sé tvírætt; margrætt. Skopmyndir eru settar fram undir formerkjum gríns. Það að einhverjum þyki grínið ekki fyndið þýðir ekki að þar með sé það orðið bókstaflegt. Eigum við ekkert að læra af af Jyllandspostenmálinu og Charlie Hebdo?“

Þorvaldur svarar.

„Jú, lærum endilega. Bæði Jyllandsposten og Charlie Hebdo töldu það eiga erindi við almenning að hæða Múhameð spámann. Dæmin eru ögn ólík, þar sem myndir Vestergaards voru klassísk editorial cartoon í borgaralegum fjölmiðli og JP stóð með sínum manni, en Hebdo er skoprit sem gengur beinlínis út á ósvífni og markaleysi og gerir ekkert tilkall til að teljast borgaralegur eða ábyrgur fjölmiðill. Þannig að Vestergaard er betra dæmi. Og ef verk hans væru óslitin runa haturs, mannfyrirlitningar og lyga stæði Jyllandsposten fyrir hatur, mannfyrirlitningu og lygar. Sem er þá lærdómurinn.“

Inná sviðið rennir Vilhjálmur Þorsteinsson sér með stæl:

„Ég hygg að engum blöðum sé um að fletta að Helgi Sig sé jafnheimskasti maður sem nýtur þess að vera með reglulegt framlag á vegum ritstjórnar í íslenskum fjölmiðli nú til dags.“

Og Brjánn Guðjónsson er heldur ekkert að skafa utan af hlutunum þegar hann segir að

„Helgi Sig er ímynduð persóna, held ég. eða ‘listamanns’ – heiti d. ritstjóra Morgunblaðsins.

Myndirnar eru frekar plebbalegar og letrið tekið beint úr Siggu Viggu myndasögunum.

helsti hæfileiki Helga er að vera ekki fyndinn, sem er sami hæfileiki og hjá d. ritstjóra. eftir að hann lagði fyndnina á hilluna. Ég held því hér með fram að Helgi Sig. sé Davíð Oddsson“

Ómar „Swarez“ Örn Hauksson spyr:

„Hvert er markmiðið með svona birtingum og áróðri? Bara til þess að vera á móti? Að drepa lesendur sína? Til hvers þá? Repúblikanar eru loksins búnir að fatta að kjósendur þeirra eru að hrynja niður vegna áróðurs þeirra og búnir að snúa við blaðinu og hvetja til þess að fólk fari í bólusetningu. Hvers vegna er er Davíð að þessu?“

Þeirri spurningu verður líklega ekki svarað úr þessu en ljóst er af umfjöllun um skopmyndateiknarann Helga Sig víða á alnetinu gefa sterklega til kynna að hann sé aðeins meira en umdeildur; frekar talinn boðberi haturs og niðurlægingar á minnihlutahópum, svo fátt eitt sé nefnt, svona að lokum.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -