• Orðrómur

Helgi Steinar gerir stólpagrín að Sjálfstæðisflokknum í nýrri útgáfu af laginu Stan

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Helgi Steinar Gunnlaugsson, grínisti og kínversku-túlkur bjó til bráðfyndið myndband og deildi á Facebook síðu sinni í gær. Í myndbandinu endurgerir hann hið þekkta lag Eminem, Stan sem rapparinn söng með Dido á sínum tíma. Kallar Helgi Steinar sína útgáfu Sjalli.

Silja Rós Ragnarsdóttir syngur part Didoar í laginu. Textann gerði Helgi Steinar ásamt Bjarna Gauti, félaga sínum. Segist Helgi Steinar hafa, sem ungur strákur í Breiðholtinu, oft hlustað á Eminem og var sérstaklega hrifinn af laginu Stan. Það hafi því verið mikill heiður fyrir sig að gera sína útgáfu af laginu fræga. Grínistinn segir tímasetninguna góða. „Hef lengi vel viljað gera pólitískan grínskets og hugsaði, hvenær er betri tími til að gera svoleiðis en í kringum kosningar?“

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -