Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Helgi: „Varð fyrir reynslu sem kenndi mér að ég vil aldrei aftur láta annað fólk segja mér fyrir”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helgi Áss Grétarsson, skákmeistari og lögfræðingur segir það mikilvægara sem aldrei fyrr að fólk þori að tjá skoðanir sínar; Helgi er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar.

Segja má að Helgi hafi á undanförnum misserum ítrekað farið gegn straumnum í skoðunum sínum:

„Ég hef mikla trú á einstaklingum og hugnast ekki sú þróun að gera einstaklinga alltaf að hluta af hóp. Þegar fólk fer of langt í hóphugsun eru öfgarnar oft stutt undan. Þá vill fólk oft fara mjög langt í dyggðarskreytingum til þess að fá viðurkenningu frá hópnum sem það telur sig tilheyra og hikstar ekki við að kasta öllum eðlilegum viðmiðum í siðuðum samskiptum. Á ákveðinn hátt kemur þetta í staðinn fyrir trúarbrögð og er farið að líta talsvert út eins og trúarbrögð.

Maður sér oft besta fólk komið býsna langt í þessa átt. Við megum ekki gleyma því að öfgasamtök og mestu öfgar mannkynssögunnar hafa oft orðið til í svona andrúmslofti. Við getum ekki bara hent þeim reglum sem við höfum komið okkur saman um ef tíðarandinn er þannig að fólk vill fá tímabundnar vinsældir. Hver og einn verður að velja fyrir sig hvaða orusstum er rétt að taka þátt í, en það er mikilvægt að fólk þegi ekki bara og láti háværan hóp stýra allri umræðu.”

Helgi segir pólitíska rétthugsun hafa náð tökum á umhverfinu í háskólum landsins. Þar segist hann hafa lært það með árunum að ef maður lætur stöðugt undan eigin sannfæringu endi það á að maður veiki sjálfan sig og brjóti sig í raun niður:

„Það er að verða mjög skrýtin þróun í háskólunum. Pólitísk rétthugsun hefur náð miklum tökum á háskólasamfélaginu. Ákveðinn hópur hefur náð að ákveða hvað má tala um og hvað ekki. Oft er komið í veg fyrir að það sé verið að ræða efnisatriði mála og draga þannig úr sköpun. Það má ræða mjög neikvætt um suma málaflokka og sumt fólk, en ef það væri í hina áttina yrði fólk bara grillað á teini. Prinsippið í akademísku umhverfi á að vera frjáls tjáning og frjálst flæði hugmynda.

- Auglýsing -

Ég var í stuttu máli farinn að upplifa það að þetta væri alls ekki lengur þannig þegar ég starfaði í háskólunum,” segir Helgi og heldur áfram:

„Reynslan mín í háskólasamfélaginu þegar ég var í ákveðinni stöðu þar kenndi mér að ef ég gef bara eftir minn karakter og læt undan og þegi, þá er ég að brjóta sjálfan mig niður. Gera sjálfan mig veikari. Það gengur ekki til lengdar. Ég varð fyrir reynslu sem kenndi mér að ég vil aldrei aftur láta annað fólk segja mér fyrir hvað ég á að standa eða þegja ef ég veit að það er mikilvægt að tjá sig.

Með lífsreynslunni hef ég lært að maður verður stundum að þora að vera hugrakkur og standa með eigin sannfæringu, þó að það kosti að einhverjir verði brjálaðir og segi eitthvað neikvætt um mann. Ef maður er alltaf tilbúinn að gefa eftir eitthvað af sínum karakter til að lífið sé þægilegra, þá molnar hægt og sígandi undan skapgerðinni og maður verður hægt og rólega að gufu sem stendur ekki fyrir neitt!”

- Auglýsing -

Helgi er varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og segist vilja standa fyrir það í stjórnmálum að þora að vera hugrakkur og jafnvel taka óvinsælar ákvarðanir ef það er rétt til lengri tíma litið. Það sé ekki vænlegt ef stjórnmálamenn eru of uppteknir af því að sækja sér stöðugt vinsældir, þó að það kosti að gefa afslátt af sjálfu sér:

„Lausnin er ekki alltaf að auka afskipti hins opinbera og koma á nýjum ráðum og nefndum og stýrhópum. Lausnin er oft í fólkinu sjálfu, en ekki í embættis- eða stjórnmálakerfinu. Það hefur verið mín sýn í mjög langan tíma þegar kemur að stjórnmálum. Það er mikilvægt að það sé fólk í stjórnmálum sem gefur ekki afslátt af sannfæringu sinni, þó að það sé þægilegt til skamms tíma.

Til dæmis gengur ekki að reka hið opinbera endalaust á lánum og á óábyrgan hátt. Það þýðir að stjórnmálamenn þurfa stundum að þora að taka óvinsælar ákvarðanir ef þeir vita að það er betra til lengri tíma litið. Ég vil í störfum mínum í stjórnmálum sýna það að fólk geti treyst því að ég standi með sannfæringu minni.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -