• Orðrómur

„Hentar vel fyrir hvern einasta Gáttaþef og aðra sælkera-þef-grísi“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Á tímaritinu Vikunni starfa miklir fagurkerar sem eru með puttann á púlsinum á öllu er varðar tísku, heilsu og menningu svo eitthvað sé nefnt. Við fengum Írisi Hauksdóttur, blaðakonu Vikunnar, til að segja okkur frá óskalistanum hennar fyrir þessi jól.

Borð fyrir bókaorm

Efst á óskalistanum fyrir jólin er brakandi nýtt sófaborð en þetta bráðfagra borð úr Snúrunni inniheldur allt sem gott sófaborð þarf helst að hafa. Það er ekki bara forkunnarfagurt heldur líka með nægilegu plássi fyrir allar þær kræsingar sem góðu kósíkvöldi fylgir svo ekki sé minnst á tímaritastandinn sem er bráðnauðsynlegur á heimili bókaorms og blaðamanns.

Glæsilegt borð úr Snúrunni.

- Auglýsing -

Angan af jólum

Jólin eru tími ljóss og friðar en að bakstursilmi undaskildum skapa ilmkerti undursamlega jólastemningu. Holiday-ilmurinn frá Ralph Lauren er í algjörum sérflokki en kertið er ekki bara í einkar hátíðlegum umbúðum heldur ber ilmurinn líka guðdómlegan keim af kanil og eplum. Samkvæmt góðvini mínum, Kertasníki, fæst gossið í Húsgagnahöllinni og hentar vel fyrir hvern einasta Gáttaþef sem og aðra sælkera-þef-grísi.

Holiday-ilmurinn frá Ralph Lauren er í algjörum sérflokki að sögn Írisar.

- Auglýsing -

Hugguleg heimaklæði

Þessi jólalegi sloppur fæst í versluninni Selena.

Desember er einn annasamasti mánuður ársins en þegar verkefnum dagsins er lokið er fátt betra en að bregða sér í bað og finna jólastressið leka út í froðuvatnið. Þegar hiti er aftur kominn í kroppinn er um að gera að bregða sér í þægileg heimaklæði en sjálf stenst ég sjaldnast fallega sloppa sem sameina bæði fegurð og notagildi. Þessi jólalegi sloppur mætti vel verða minn en hann má finna í versluninni Selena.

- Auglýsing -

Kinnbein í boði Becca

Aðventan er tími samverustunda þar sem flestir vilja sýna sig og sjá aðra í sínu besta ljósi. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi snyrtivöruframleiðandans Becca enda eru highlighter-arnir þeirra í algjörum sérflokki. Þegar kemur að hátíðarförðun aðhyllist ég hugmyndafræðina því meira því betra, svo að með háglansandi kinnbeinum verða mér allir vegir færir yfir hátíðirnar. Kæri jólasveinn, Becca-pallettuna í pakkann minn.

Fallegur highlighter setur punktinn yfir i-ið.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

 

 

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -