Fimmtudagur 23. júní, 2022
7.8 C
Reykjavik

Hera Björk ætlar að halda upp á stórafmælið í sumar: „Því ég á þetta og ég má þetta“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hera Björk Þórhallsdóttir söngdíva og fasteignasali, á stórafmæli í dag. Akkurat í dag er hálf öld síðan þessi hressa og skemmtilega söngkona fæddist.

Hera Björk byrjað snemma að syngja en hún söng meðal annars inn á barnaplötuna „Göngum við í kringum“ fyrir 12 ára aldur. Þá vakti hún athygli er hún lenti í öðru sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Fjölbrautarskólans í Breiðholti.

Þá hefur Hera einnig tekið þátt í uppfærslum á borð við The Rocky Horrow Picture Show, Evitu, Litlu hryllingsbúðinni og kysstu mig Kata. Einnig hefur hún verið í hljómsveitum á borð við Orgill, Sweetý og 17 vélar. Þá hefur hún einnig verið í sjónvarpi og komið fram í Áramótaskaupi Sjónvarpsins fyrir utan auðvitað að syngja inn á plötur.

Árið 2010 söng Hera Björk fyrir milljónir manna um alla Evrópu er hún tók þátt í Eurovision söngvakeppninni með lagið Je Ne Sais Quoi en hún lenti í 19 sæti í keppninni.

Mannlíf heyrði í Heru Björk í tilefni afmælissins og spurði hana hvort og þá hvernig hún ætlaði að fagna deginum.

„Sko já, ég ætla að halda upp á daginn en það er eiginlega ekki í mínum höndum, það er í höndum annarra. En ég ætla svo að halda upp á daginn með látum í sumar, bara í góða veðrinu því ég á þetta og ég má þetta, þannig að ég ætla að halda sumarafmæli í stað þess að vera alltaf afmæli í vetrarhretinu.“

- Auglýsing -

En hvað er á döfinni hjá Heru Björk á næstunni?

„Nú er maður bara að gera sig tilbúna til að koma aftur fram, giggin eru að hrúgast inn og svo er ég líka fasteignasali. Það er reyndar aðeins rólegra á þeim markaði núna.“

Mannlíf óskar Heru Björk innilega til hamingju með daginn!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -