Föstudagur 26. nóvember, 2021
-4.2 C
Reykjavik

Herbert Guðmunds er sjö barna faðir, á sjöundu hæð og í sjöunda himni

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson er undir Stækkunargleri Mannlífs þessa vikuna.
Söngvarinn ástsæli steig fyrst fram á sjónarsviðið upp úr 1970 er hann gerðist söngvari hljómsveitarinnar Tilvera.
Seinna sló Herbert síðan eftirminnilega í gegn með lagi sínu Can’t Walk Away, lag sem líklegast þorri þjóðarinnar elskar, kann og syngur með er það hljómar.
Undanfarið hefur Herbert verið á fullu að leika í sjónvarpsseríunni, Brúðkaupið mitt, með Ladda, en það er framhald af þáttaröðinni, Jarðarförin mín, sem sló í gegn hér á landi í fyrra.
Mannlíf komst að því að Herbert reynir að gleyma öllum vonbrigðum og muna aðeins það fagra, góða og fullkomna.

Fjölskylduhagir? Sjö barna faðir, bý á sjöundu hæð og er í sjöunda himni.

Menntun/atvinna? Gagnfræðingur og starfa sem tónlistarmaður.

Uppáhalds sjónvarpsefni? Fræðslu og náttúrulífsþættir.

Leikari? Bradley Cooper.

- Auglýsing -

Rithöfundur? Jordan Peterson.

Bók eða bíó? Bíó.

Besti matur? Lambalærið hennar mömmu með brúnuðum og rabbabarasultu.

- Auglýsing -

Kók eða Pepsí? Coke Light.

Fallegasti staðurinn? Margir staðir um að ræða, fyrst upp í hugann kemur Skagafjörðurinn þaðan sem ég á ættir að rekja.

Hvað er skemmtilegt? Syngja og skemmta fólki. Mér finnst líka að spila Golf hérlendis og
erlendis.

Hvað er leiðinlegt? Neikvæðni og aðfinnslur.

Hvaða flokkur? Hef kosið alla flokka nema kommana.

Hvaða skemmtistaður? Ég fer ekki á neina skemmtistaði, er alltaf að skemmta sjálfur.

Kostir? Bjartsýni.

Lestir? Meðvirkni.

Hver er fyndinn? Steindi JR.

Hver er leiðinlegur? Man ekki eftir neinum í augnablikinu. Fólk á að fá að vera eins og það er.

Trúir þú á drauga? Nei.

Stærsta augnablikið? Auðvitað þegar blessuð börnin fæddust og þegar Can’t Walk Away fór í fyrsta sætið og ég náði að klára myndband í Hollywood.

Mestu vonbrigðin? Ég reyni að gleyma öllum vonbrigðum og muna það fagra, góða og
fullkomna.

Hver er draumurinn? Halda áfram að gera góða tónlist og fá að flytja hana fyrir sem flesta.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Að hríðlækka forgjöfina í golfinu og klára
upptökur og hljómblöndun á tveimur næstu smáskífunum mínum.

Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Búinn að ná mjög mörgum. Alltaf einhver eftir.

Manstu eftir einhverjum brandara? Ég rétt missti af holu í höggi, það munaði bara fimm höggum.

Vandræðalegasta augnablikið? Þegar ég hélt að Sigurður kennari hefði labbað út úr
skólastofunni og ég fór að segja við bekkinn hvað hann væri hundleiðinlegur og ég vissi ekki aðhann stóð fyrir aftan mig.

Sorglegasta stundin? Þegar móðir mín lést fyrr á árinu.

Mesta gleðin? Þegar sonur minn tók þá ákvörðun að feta í mín fótspor og verða án áfengis og vímuefna fyrr á á árinu.

Mikilvægast í lífinu? Er að hafa heilsu, láta gott af sér leiða og vera þakklátur fyrir lífið.

 

Smelltu hér til að lesa brakandi og feskt helgarblað Mannlífs eða flettu því hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -