Föstudagur 19. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Hermenn skutu á hóp manna í Hafnarfirði: „Miðaði annar þeirra skammbyssunni á hann og skaut á hann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hermaður varð ungum manni að bana í Hafnarfirði. Nokkrum hermönnum hafði lent saman við hóp Íslendinga og enduðu þau mál á því að tveir hermennanna hófu að skjóta á Íslendingana með skammbyssum sínum. Eftir skothríðina lá einn í valnum og tveir slasaðir. Svo virðist sem lætin hafi byrjað þegar fórnarlambið gætti ekki að því hvar hann gekk.

Þetta gerðist þann 8. nóvember árið 1941. Alþýðublaðið sagði svo frá málinu á mánudeginum 10. nóvember:

Ameríkskir hermenn skjóta á hóp manna í Hafnarfirði

Þrír af mönnunum særðust og einn þeirra mjög hættulega.
Skýrsla bæiarfógetafulltrúans í Hafnarflrði.

SÍÐASTLIÐIÐ LAUGARDAGSKVÖLD kl 10.30 gjörðist sá atburður, að tveir hermenn úr Bandaríkjahernum á Íslandi skutu með skammbyssu á hóp íslenzkra manna fyrir utan húsið Strandgötu 4 í Hafnarfirði. Skutu þeir 5—6 skotum áður en þeir hlupu burt vestur Vesturgötu. Tveir menn urðu fyrir skotum: Þórður Sigurðsson, Austurgötu 27 sem fékk kúluskot í gegnum magan og liggur hann nú á St. Jósepsspítala þungt haldinn.

Sigurður L. Eiríksson Krosseyrarveg 2 varð einnig fyrir skoti. Fór kúla upp um sólann á skó á vinstra fæti og marðist fóturinn og kom á hann smáskeina. Auk þess var hann marinn á lófa á vinstri hönd, að því er virðist eftir kúlu, sem hafði strokist með lófanum. Margir menn veittu hermönnunum eftirför vestur götuna. Þegar komið var vestur fyrir sölubúð
F. Hansens skaut annar hermaðurinn enn einu skoti á þá, sem eltu hann. Annar hermaðurinn var handsamaður uppi á Kirkjuvegi og afhentur lögreglunni. Hinn hermaðurinn hljóp vestur Kirkjuveginn og skaut þá enn einu skoti á Sigurgeir Gíslason, Austurgötu 21, sem veitti honum eftirför, og straukst kúlan við fremsta lið á þumalfingri á vinstri hendi, og kom skeina á fingurinn. Þessi hermaður náðist ekki.

Aðdragandi að þessum atburði er sá, að margt manna var saman komið inni á veitingastofu við Strandgötu 6 og þar á meðal 4 Bandaríkjahermenn, sem sátu þar við borð og voru að drekka öl. Á gólfinu stóð Þórður Sigurðssen með ölflösku í hendinni og var að tala við annan mann. Snéri Þórður baki að hermönnunum. Steig Þórður eitt eða tvö skref aftur á bak og mun þá hafa komið við einn af Bandaríkjahermönnunum; tók hann samstundis upp skammbyssu úr frakkavasa sínum og otaði henni að Þórði. Reiddi Þórður þá upp ölflöskuna sem hann hafði í hendinni, og skipaði hermanninum að láta byssuna niður, og stakk hann henni tafarlaust í frakkavasann aftur. Stuttu síðar stóðu hermennirnir upp og fóru út. Um leið og þeir fóru út, munu þeir hafa sagt Þórði að koma út með sér. Fór hann út á eftir þeim og flestir þeir, sem höfðu verið inni á veitingastofunni. Hermennimir gengu vestur Strandgötu og Þórður og hinir mennirnir í humátt á eftir þeim.

- Auglýsing -

Þegar hermennirnir höfðu gengið lítinn spotta snéru tveir þeirra sér allt í einu við og hófu skothríð á mennina og skutu sennilega 4—5 skotum þarna. Þegar stothríðin hófst, var Þórður Sigurðsson í um tveggja faðma fjarlægð frá hermönnunum. Miðaði annar þeirra skammbyssunni á hann og skaut á hann. Þórður hljóp þegar á hermanninn og hafði að hrista skammbyssuna úr hendinni á honum. Um leið hlupu margir þeir, sem staddir voru
þama nálægt, af stað til þess að hjálpa Þórði, en áður en þeir komu til þeirra, hafði hermaðurinn losað sig og hlaupið burtu, vestur götuna. Þeir tveir hermenn sem voru með þeim, er að skothríðinni stóðu, hlupu einnig burtu, og náðust ekki. Af Þórði hefir enn ekki verið hægt að taka skýrslu sökum þess, að hann liggur þungt haidinn á St. Josephs spítala.
Þetta er samkvæmt skýrslu frá fulltrúa bæjarfógetans í Hafnarfirði. Samkvæmt öðrum heimildum hefir blaðið frétt um áverka Þórðar, að kúlan hafi farið inn í magann hægra megin og út vinstra megin.

Þórður Sigurðsson er 22 ára að aldri.“

Þórður Sigurðarson
Ljósmynd: Alþýðublaðið skjáskot

Nokkrum dögum síðar lést Þórður af sárum sínum. Samkvæmt blaðinu Vesturland brutust út slagsmál milli hermannanna og Íslendinganna sem lauk með skotárás Bandaríkjamannanna. Sagt er frá málinu í Vesturlandi hér að neðan:

- Auglýsing -

Íslenzkur maður skotinn til bana af amerískum hermanni

Síðastl. laugardag urðu skærur milli íslendinga og amerískra hermanna á veitingahúsi í Hafnarfirði. Bárust áflogin siðan út á götu, fyrir framan veitingahúsið. Er sagt, að amerísku hermennirnir hafi beðið þar lægri hlut. Tóku þeir þá til skotvopna. Var einn Íslendinganna, Þórður Sigurðsson, skotinn i kviðinn, en annar i ristina. Ameríska herlögreglu bar þá að þarna og flutti hermennina burt, en Þórður var tafarlaust fluttur i sjúkrahús og lá þar þungt haldinn, þar til að hann andaðist s. l. miðvikudagskvöld af völdum skotsársins. Yfirhershöfðingi ameríska setuliðsins og sendiherra Bandaríkjanna hafa tjáð forsætisráðherra afsökun sína út af þessum atburðum og lýst því yfir, að hinir amerísku hermenn hafi borið vopn í leyfisleysi og verði ríkt gengið eftir þvi framvegis að slíkt komi ekki fyrir.“

Hermennirnir hlutu fimm ára fangelsisdóm fyrir morðið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -