Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Hetjur stíga fram opinberlega í fyrsta sinn: Ragna, 72 ára, vorkennir Jóni Baldvin og Bryndísi

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ragna Björg Björnsdóttir 72 ára, Sigurbjörg Jónsdóttir og Elísabet Sif Helgadóttir taka stórt skref og  í fyrsta sinn stíga þær fram opinberlega og svara Jóni Baldvini fullum hálsi, undir nafni og mynd.

Það er sjaldgæft að eldri konur, sem hafa alist upp á tímum þöggunar, stígi fram. En sá múr er að brotna líka, þökk sé hugrekki kvenna sem

vilja skila skömminni.

Rætt er við konurnar í Fréttablaðinu. Tugir kvenna hafa á síðustu árum stígið fram og sakað Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra um kynferðislega áreitni og alvarlegt kynferðislegt ofbeldi. Margar þeirra hafa sagt sögu sína í fjölmiðlum undir nafni. Þá hafa birst frásagnir frá konum sem segjast hafa verið á aldrinum 13 til 14 ára þegar meint kynferðisleg áreitni á að hafa átt sér stað. Þær voru þá nemendur í Hagaskóla og kenndi Jón Baldvin þessum nemendum árið 1967.

Jón Baldvin hefur haldið fram að frásagnir þeirra og annarra kvenna sé uppspuni og megi rekja til Aldísar Schram, dóttur Jóns og Bryndísar. Það hefur oft verið hrakið, meðal annars í Stundinni. Aldís hefur sakað föður sinn um að hafa kynferðislega áreitt hana. Aldís var einnig svipt frelsi af Jóni Baldvin og nauðungarvistuð á geðdeild. Virðist Jón Baldvin trúa að Aldís stýri hópi tugi kvenna gegn sér í annarlegum tilgangi!

Ragna Björg segir í samtali við Fréttablaðið að fólk hafi látið allt eftir Jóni Baldvini og hann hafi fengið að koma fram við fólk eins og honum listi. Ragna Björg sem er eins og áður segir 72 ára sakar Jón Baldvin um að brjóta á sér kynferðislega er hún var við störf í ráðherrabústaðnum. Jón Baldvin var drukkinn þessa nótt og er sagður hafa brotið rándýr kristalsglös og fleira. Ragna segir:

„Allt í einu þeysist hann inn í eldhús og galar:

Mig vantar kvenmann!

- Auglýsing -

Hann rýkur á mig, kemur aftan að mér, grípur utan um mig og klípur í brjóstin á mér. Ég gat ekkert losnað frá honum.“ Ragna Björg hafði áður sagt sögu sína nafnlaust og vakti frásögn hennar þá strax óhug. Ragna segist hafa hrópað á Jón Baldvin:

„Farðu, kar­land­skoti.“

Þá birtist yfirmaður hennar og þakkar Ragna að hann hafi getað aðstoðaði hana að losna frá ráðherranum. Ragna segir að þá hafi hann snúið sér að 16 ára þjónustustúlku. Yfirmaðurinn hafi þá logið að hún hafi verið 13 ára. Hringt var á leigubíl og kveðst Ragna hafa orðið ill Jóni þegar stúlkan fór með en hún segir Jón Baldvin hafa neitað að fara í bílinn án hennar. Ragna segir:

„Mér fannst þetta svo ógeðslegt og mér brá svo ofboðslega. Mér leið eins og ég væri stödd í einhverri vitfirringaveröld.“

- Auglýsing -

Jón Baldvin hefur haldið fram að Aldís Schram hafi spunni ð þessa frásögn. Svar Rögnu við þeim samsæriskenningum að konur séu oft stimplaðar geðveikar.

„Það er syndrómið í þessum mönnum, þeir geta ekkert annað en kallað konur geðveikar sem dirfast að stíga fram. Þetta er sagan endalausa …“

segir Ragna og bætir við að MeToo byltingin sé rétt að byrja.

Jón Baldvin hefur endurtekið þrætt fyrir að hafa verið í ráðherrabústaðnum kvöldið örlaga ríka eða gert nokkuð rangt. Stígur þá fram kona að nafni Elísabet Sig Helgadóttir, sem er unga stúlkan í sögunni. Hún staðfestir frásögnina og er kvöldið greypt í minni hennar. Upplifun hennar er að Jón Baldvin hafi verið ruddalegur. Hún segist hafa séð þegar Jón Baldvin greyp um Rögnu.

Sigurbjörg Jónasdóttir er þriðja konan er segir sögu sína í Fréttablaðinu. Hún elskar að sjá börn blómstra og hefur unnið sem stuðningsfulltrúi í 20 ár. Hún sakar Jón Baldvin um grófa kynferðislega áreitni er hann kenndi henni ensku í Hagaskóla.

Sigurbjörg segir Jón Baldvin hafa boðað hana í aukatíma sama dag og nemendur fóru í jólafrí. Um þetta leyti var hún 15 ára. Sigurbjörg var ein í stofunni með Jóni og settist niður og byrjaði að læra. Hún segir að ekki hafi liðið langur tími þar til Jón Baldvin hafi sest fyrir aftan hana og hún hálfpartinn skorðuð á milli borðsins og Jóns Baldvins. Þá kveðst hún hafa fundið fyrir hreyfingu up við bakið á sér.

„Ég fann fyrir aftan mig að hann var harður og eitthvað var að gerast,“ lýsir Sigurbjörg sem notaði alla sína krafta og náði að ýta borðinu. Hún segir Jón hafa lýst yfir að hann ætlaði að kalla hana í annan aukatíma. Hryllti hana við þeirri tilhugsun.

„Alltaf þegar síminn hringdi, þá fékk ég hnút í magann. Ég hleraði allt til þess að vita hvað mamma myndi segja,“ segir Sigurbjörg sem óttaðist að enskukennarinn væri á hinni línunni. Í samtali við Fréttablaðið upplýsir hún að þó mörg ár séu síðan að meint kynferðislegt ofbeldi átt sér stað er minningin alltaf til staðar. Hún segir:

„Þetta rifjast upp í hvert sinn sem maður sér hann.“

Sigurbjörg ákvað að stíga fram og vildi deila sögu sinni til að styðja Aldísi, dóttur Jóns Baldvins og Bryndísar. Hún segir hræðilegt að fylgjast með þeim hjónum mála Aldísi sem geðveika. Aldísi verði að fá réttlæti. Þá segir Sigurbjörg að lokum:

„Hef engan hefndarþorsta gagnvart Jóni Baldvini, ekki lengur, því ég sé hann sem sjúkling, bæði hann og konu hans,“ segir Sigurbjörg og heldur að Jón Baldvin átti sig ekki á alvarleika málsins eða það sem hann hafi gert sé rangt. Sigurbjörg bætir við að lokum:

„Það segir manni að þau þurfi bæði á hjálp að halda. Í fullkomnum heimi myndi hann biðjast afsökunar en hann mun held ég aldrei gera það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -