Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

„Hey, vó, þetta eru alltof stórir skapabarmar”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Völvan, vitundarvakning um málefni píkunnar, birti nýverið myndband þar sem íslenskar konur tjá sig um skapabarmaaðgerðir, en færst hefur í auka að konur leiti til lýtalækna til að gangast undir fegurðaraðgerðir á skapabörmum.

Meðal þeirra sem tekið er viðtal við er kynfræðingurinn Sigga Dögg sem segir að virkni píkunnar sé mikilvægari en hvernig hún líti út.

„Hversu oft þarftu að flassa píkunni þinni þannig að hún þú segir: Ú, geðveikt smart píka? Maður vill að hún virki, það er það sem hún á að gera. Að þú njótir hennar,“ segir Sigga Dögg.

Sjá einnig: „Ég fékk þau skilaboð frá umhverfinu að þetta væri ógeðslegt“

Tónlistarkonan Salka Sól hreinlega andvarpar þegar hún er spurð út í aðgerðirnar fyrrnefndu.

„Ef að fólk hefur bara séð eina tegund af týpu. Það er eins og allir sem við myndum sjá væru ljóshærðir, þannig að allir færu að lita hárið á sér ljóst því það væri eina leiðin til að vera með hár,“ segir Salka. Önnur tónlistarkona, Vala Höskuldsdóttir, telur að aukning á skapabarmaaðgerðum megi rekja til klámmynda.

„Það sem er sorglegt er þrýstingurinn frá samfélaginu, sem kemur klárlega og beint úr klámvæðingunni, að konur geri þetta,“ segir hún og bætir við.

„Að kapítalismi gangi svona ógeðslega nærri manni og geti fengið konur, potað í óöryggið þeirra, og fengið þær til að láta sníða af sér skapabarmana finnst mér bara svona átsj.“

- Auglýsing -

Sjá einnig: „Brjálæðislega mikilvægt að skoða á sér píkuna“

Freyja Haraldsdóttir telur mikilvægt að aflétta píkuskömm.

„Ef að manneskja velur að fara í skapabarmaaðgerð þá er það hennar ákvörðun, en ég held samt að það sé mjög mikilvægt að við tölum þannig að píkur geti verið alls konar og því fylgi ekki skömm. Þannig að skömm verði ekki ástæða þess að þú farir í skapabarmaaðgerð.“

Horfa má á þetta áhugaverða myndband Völvunnar hér fyrir neðan:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -