Föstudagur 27. janúar, 2023
3.1 C
Reykjavik

Hildur Björns: „Fallni meirihlutinn er að standa saman þrátt fyrir að kjósendur vilji hann ekki“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Hildur Björnsdóttir, lítur ekki svo á sem hún og sjálfstæðisfólk í borginni hafi misst af lestinni, þrátt fyrir yfirlýsingar fyrrum meirihlutans um samstöðu og óformlegar viðræður með Framsóknarflokknum, en þetta kemur fram á vefnum frettabladid.is:

„Hinn fallni meirihluti er að taka ákvörðun um að standa saman þrátt fyrir að kjósendur vilji hann ekki. Mér finnst ótrúverðugt hjá framsókn ef þeir mynda nýjan meirihluta með gamla meirihlutanum, þar sem framsókn talaði fyrir breytingum,“ segir Hildur.

Eins og fram hefur komið, til dæmis hjá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur í Viðreisn, að flokkar sem stóðu að fallna fráfarandi meirihlutanum, utan borgarfulltrúa VG, Líf Magneudóttir, sem vill ekki starfa í meirihluta, standi saman.

Líf Magneudóttir

Hildur er sátt við niðurstöður kosninganna, flokkurinn hennar er stærstur í Reykjavík, en hefur þó sjaldan eða aldrei verið meðjafn lítið fylgi í Reykjavík:

- Auglýsing -

„Ég er ánægð með að meirihlutinn fellur og að við höldum okkar stöðu sem stærsti flokkurinn. Niðurstaðan er augljóst ákall um breytingar.“

 

- Auglýsing -

Hildur segir að hefð sé fyrir að oddviti stærsta flokksins fái borgarstjórastól, en að hún telji þó málefnin skipta mestu. Og Hildur er klár á því að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki búinn að missa af síðasta strætó varðandi myndun nýs meirirhluta í Reykjavík:

 

„Ég myndi ekki segja að ég hafi misst af lestinni, ekki miðað við óformleg samtöl sem ég hef átt við oddvita annarra flokka,“ segir Hildur og bætir þessu við:

 

„Við öndum með nefinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -