Þriðjudagur 15. október, 2024
5.7 C
Reykjavik

Hildur í nauðvörn hjá borgarstjórnarflokknum – Flokkurinn er „ósamstígur og stefnulaus“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hildur Björnsdóttir, leiðtogi borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, er í nauðvörn vegna afstöðu sinnar til uppfærðs sáttmála um Borgarlínu. Á fundi borgarstjórnarflokksins í fyrradag var harkalega deilt um afstöðu Hildar sem ein borgarfulltrúa stendur með áformum um Borgarlínu. Heimildir Mannlífs herma að allt sé á suðupunkti og skýr vilji til þess að Hildur víki sem leiðtogi. Þetta ástand er þvert á það sem Kjartan Magnússon borgarfulltrúi sagði við Mannlíf.

Hart var deilt á fundinum vegna þessa og reyndi Hildur að sannfæra aðra borgarfulltrúa um heilindi sín. Mikil reiði var á bóða bóga og mun Hildur hafa haft í hótunum um að bregðast við opinberlega ef deilurnar yrðu ekki settar niður. Ragnhildur Alda, annar maður á lista flokksins, flutti eldmessu og gagnrýndi afstöðu Hildar og varamanns hennar, Söndru Ocares,  harkalega. Ljóst má vera að Hildur nýtur ekki lengur trausts til að leiða hópinn.

Óánægja með störf Hildar hefur lengi verið á meðal félaga hennar. Hún þykir ekki hafa sinnt hlutverki sínu af þeirri alúð sem þarf. Þá er hún sökuð um undanlátssemi við meirihluta borgarstjórnar í bensínstöðvarmálinu og fleiri málum. Sjálfstæðisflokkurinn reyndist vera þríklofinn þegar uppfærður sáttmáli um Borgarlínu var borinn undir atkvæði. Fjórir fulltrúar flokksins, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason og Kjartan Magnússon greiddu atkvæði gegn sáttmálanum. Hildur Björnsdóttir fór í skemmtiferð til útlanda með móður sinni áður en til afgreiðslu málsins kom. Varamaður hennar, Sandra Hlíf Ocares, fór að fordæmi Hildar og studdi sáttmálann. Friðjón Friðjónsson sat hjá í málinu.

Tvö félög Sjálfstæðisflokksins hafa ályktað um þá stöðu sem er uppi í stjórnlausum borgarstjórnarflokknum. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna hefur sent forystu flokksins og trúnaðarmönnum ítarlega ályktun. Þá hefur Vörður, kjördæmisfélag flokksins í Reykjavík, einnig ályktað í sömu veru. Ályktanirnar hafa ekki farið hátt en Mannlíf hefur þær undir höndum.

Framganga oddvitans

Í ályktun Heimdallar er bent á ábyrgð Hildar á ástandinu. Þar segir að stjórn félagsins harmi að  borgarstjórnarflokkurinn gangi ekki samstíga í atkvæðagreiðslu um Borgarlínu. Í ályktuninni sem er dagsett 22. september 2024, segir að borgarstjórnarflokkurinn glími þegar við þann orðstýr að vera „ósamstígur og stefnulaus“. Framganga Hildar er í ályktun Heimdallar gagnrýnd og fær leiðtoginn falleinkunn. Þar segir að „bagalegt sé að oddviti flokksins gefi sig ekki á tal við fjölmiðla í kjölfar þríklofnings flokksins“. Stjórnin segist eiga erfitt með að tala máli flokksins í Reykjavík á meðan „uppákomur“ sem þessar standi.

Stjórn Varðar kom saman þann 17. september og lýsti þar harmi sínum með ástandið í borgarstjórnarflokknum Sú ályktun er ekki eins ítarleg og hjá Heimdalli.

- Auglýsing -
Ályktun Heimdallar er harkaleg og afdráttarlaus.

„Stjórn Varðar harmar að borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sameinast í afstöðu sinni til uppfærðar samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á borgarstjórnarfundi 17.september 2024,“ segir í ályktuninni sem Albert Guðmundsson undirritar.

Fari svo að Hildur víki sem oddviti mun Ragnhildur Alda taka við af henni sem leiðtogi  flokksins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -