• Orðrómur

Hildur Lilliendahl orðlaus á Laugaveginum – „Litla húsið mitt nötrar“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg var ein þeirra miðborgarbúa sem furðaði sig á mikilli hávaðamengun á Laugaveginum í dag. Sumir heyrðu miklar drunur meðan aðrir fundu hús sín nötra.

Í ljós kom að um var að ræða árlega ferð mótorhjólasamtakanna Sniglanna um Laugaveginn. Hildur furðaði sig á þessu í færslu í hópi hverfisbúa á Facebook:

„Hérna… þessi mótorhjól á Laugaveginum, hvað er þetta eiginlega?“

Arnar skildi heldur ekkert í þessum hávaða. „Ég var einmitt að furða mig á þessu. Miklar drunur heyrast upp á Grettisgötu,“ segir Arnar.

- Auglýsing -

Þórgnýr áttaði sig fljótlega á því að þarna væri Sniglarnir á ferð. „Hefur þetta ekki verið árlega á 1. maí? Held það. Þyrfti kannski að stýra þessu í nýja rás,“ segir Þórgnýr.

Guðrúnu stóð alls ekki á sama. „Litla húsið mitt nötrar,“ segir Guðrún. Margrét Erla Maack er heldur ekki hrifin. „Þarna er hjólunum stillt upp og það blokkerar bíla í einhvern tíma…,“ segir Margét.

Það eru ekki allir miðborgarbúa ósáttir við þetta. Inga er ein þeirra. „Árleg vorferð mótorhjólafólks. Voðalega er fólk eitthvað viðkvæmt,“ segir Inga.

- Auglýsing -

Hanna er líka ánægð. „Frábært að sjá eitthvað annað en rafmagnshlaupahjól á myljandi siglingu eftir “göngugötunum” Laugavegi/Skólavörðustíg,“ segir Hanna.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -