Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2.6 C
Reykjavik

Hildur sat þögul fjölmarga fundi um grænu vöruskemmuna í Mjódd: „Um algjört skipulagsslys að ræða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hildur Björnsdóttir, leiðtogi sjálfstæðismanna í Reykjavík, og aðrir borgarfulltrúar komu í mörgum tilvikum að afgreiðslu á skipulagi og byggingu umdeildrar vöruskemmu við Álfabakka 2a í Suður-Mjódd. Þetta kemur í ljós þegar fundargerðir Reykjavíkurborgar eru skoðaðar og rýnt í það hverjir mættu á fundi. Sú hrollvekja sem nú blasir við var fyrirsjáanleg án þess að nokkur hreyfði andmælum.

Hildur fullyrti í samtali við Morgunblaðið 14 desember að breytingar hefðu ekki komið fyrir skipulagráð.
„Þetta er skipulag sem hefur tekið breytingum frá 2009 og í minni tíð höfum við ekki fengið breytingar inn til ráðsins. Þetta hefur verið að velkjast á milli skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa og ekki komið fyrir ráðið. Ég hef óskað eftir gögnum frá skipulagsfulltrúa, skrifstofu borgarstjórnar, en ekki fengið samþykktina. Þess vegna reka allir upp stór augu núna þar sem tillagan var aldrei kynnt kjörnum fulltrúum,“ segir Hildur um vöruhúsið sem nú skyggir á fjölbýlishús við hliðina.

Hildur segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki samþykkt lóðaúthlutunina við Álfabakka þegar hún kom fyrir borgarráð í júní 2023 og segir þá hafa lengi talað fyrir heildarendurskoðun skipulagsins með það fyrir augum að efla Mjóddina sem þjónustukjarna og styrkja Breiðholtið.

Maður finnur hræðilega til

„Það er alveg ljóst að hér er um algjört skipulagsslys að ræða og ekki við Haga að sakast, heldur er klúðrið algjörlega á ábyrgð borgarinnar. Maður finnur hræðilega til með íbúum sem virðast hreinlega staddir í einhverjum fangabúðum eftir að þessi kaldranalegi járnveggur reis fyrir framan stofugluggann hjá þeim. Þetta mál er með öllu óskiljanlegt.“
Fullyrðingar Hildar í Morgunblaðinu, 14.12.2024, bls 6:

Hildur sagðist ekki finna í sínum gögnum að skipu lagsráð hafi samþykkt þessa byggingu.
„Þetta er skipulag sem hefur tekið breytingum frá 2009 og í minni tíð höfum við ekki fengið breytingar inn til ráðsins. Þetta hefur verið að velkjast á milli skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa og ekki komið fyrir ráðið. Ég hef óskað eftir gögnum frá skipulagsfulltrúa, skrifstofu borgarstjórnar, en ekki fengið samþykktina. Þess vegna reka allir upp stór augu núna þar sem tillagan var aldrei kynnt kjörnum fulltrúum.“

Hildur segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki samþykkt lóðaúthlutunina við Álfabakka þegar hún kom fyrir borgarráð í júní 2023 og segir þau hafa lengi talað fyrir heildarendurskoðun skipulagsins með það fyrir augum að efla Mjóddina sem þjónustukjarna og styrkja Breiðholtið.

- Auglýsing -

„Það er alveg ljóst að hér er um algjört skipulagsslys að ræða og ekki við Haga að sakast, heldur er klúðrið algjörlega á ábyrgð borgarinnar. Maður finnur hræðilega til með íbúum sem virðast hreinlega staddir í einhverjum fangabúðum eftir að þessi kaldranalegi járnveggur reis fyrir framan stofugluggann hjá þeim. Þetta mál er með öllu óskiljanlegt.“

Tímalína málsins með fókus á þetta kjörtímabil sem hófst 1. júní 2022:

Við mat á sannleiksgildis ofangreindra fullyrðinga þarf að skipta tímalínu málsins í þrennt:
Í fyrsta lagi þegar málið er afgreitt í auglýsingu í lok júní 2022 og svo afgreitt sem nýtt
deiliskipulag í október 2022;

- Auglýsing -

í öðru lagi þegar úthlutun lóðar er samþykkt og sala byggingaréttarins í borgarráði í júní
2023;

í þriðja lagi þegar málið er komið til byggingafulltrúa til að afgreiða endanlega gerð hússins en það ferli er í gangi síðsumars 2023 fram til haustsins 2024.

Hinn 6. apríl 2022 fór lóðarhafinn að Álfabakka 2 (þá Höfðabyggð ehf) fram á að fjórar lóðir á svæðinu yrðu sameinaðar í eina. Beiðnin send að lokum til umhverfis- og skipulagsráðs og tekin fyrir á fundi ráðsins 29. júní 2022:

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2022, miðvikudaginn 29. júní kl. 9:09, var haldinn 235. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 – 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Elísabet
Guðrúnar Jónsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Pawel Bartoszek, Þorvaldur Daníelsson og áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Baldursdóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon. Eftirtaldir embættismenn og aðrir
starfsmenn sátu fundinn:, Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Bjarni Rúnar Ingvarsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
15. dagskrárliður:Álfabakki 2A, 2B, 2C og 2D, breyting á deiliskipulagi (04.603.6) Mál nr. SN220193
Lögð fram umsókn Álfabakka 2 ehf. dags. 6. apríl 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður-Mjóddar vegna lóðanna nr. 2A, 2B, 2C og 2D við Álfabakka. Í breytingunni felst að lóðirnar eru sameinaðar í eina lóð og byggingarreitur er lengdur til norðurs,
samkvæmt uppdr. K.J.ARK ehf. dags. 4. apríl 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.
Málinu vísað til borgarráðs.

Ár 2022, fimmtudaginn 7. júlí, var haldinn 5669. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:03. Viðstödd voru auk borgarstjóra, Einar Þorsteinsson, Alexandra Briem, Hildur Björnsdóttir, Pawel Bartoszek, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Skúli Þór Helgason og Trausti Breiðfjörð
Magnússon. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Theodór Kjartansson og Ívar Vincent Smárason. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
3. dagskrárliður Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. júní 2022, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. júní 2022 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suður-Mjóddar vegna lóða nr. 2A, 2B, 2C og 2D við Álfabakka, ásamt fylgiskjölum. MSS22070021
Samþykkt.
Glóey Helgudóttir Finnsdóttir og Björn Axelsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

Ár 2022, miðvikudaginn 5. október kl. 09:07, umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur halda 243. fund sinn. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 – 14, 7. hæð, Ráðssalur. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Birkir Ingibjartsson, Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir, Pawel Bartoszek, Þorvaldur Daníelsson og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ámundi V. Brynjólfsson, Árný Sigurðardóttir, Ásdís Ásbjörnsdóttir, Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Eva Kristinsdóttir, Halldóra Traustadóttir, Hjalti Jóhannes Guðmundsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Nikulás Úlfar Másson og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
Kl. 9:10 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
Sjöundi dagskrárliður: Álfabakki 2A, 2B, 2C og 2D, breyting á deiliskipulagi
(04.603.6) Mál nr. SN220193 Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Álfabakka 2 ehf. dags. 6. apríl 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður-Mjóddar vegna lóðanna nr. 2A, 2B, 2C og 2D við Álfabakka. Í breytingunni felst að lóðirnar eru sameinaðar í
eina lóð og byggingarreitur er lengdur til norðurs, samkvæmt uppdr. K.J.ARK ehf. dags. 4. apríl 2022.Tillagan var auglýst frá 21. júlí 2022 til og með 2. september 2022. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir:
Sigurdís Jónsdóttir dags. 5. ágúst 2022 og Sigurdís Jónsdóttir og Birgir Rafn Árnason dags. 1. september 2022. Einnig er lögð fram ábending Veitna dags. 30. ágúst 2022 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. september 2022. Lagt til að tillagan verði samþykkt.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Mikilvægt gagn fylgdi málinu sem lýsir verkefninu sem og andmælum íbúa.

Ár 2022, fimmtudaginn 13. október, var haldinn 5679. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08:15. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Einar Þorsteinsson, Hildur Björnsdóttir, Kjartan Magnússon, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir . Einnig sat fundinn áheyrnarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011:
Alexandra Briem og áheyrnarfulltrúinn Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Þorsteinn Gunnarsson, Ebba Schram og Ívar Vincent Smárason.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist: Fjórði dagskrárliður
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. október 2022, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. október 2022 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suður-Mjóddar vegna lóðanna nr. 2A, 2B, 2C og 2D við Álfabakka, ásamt
fylgiskjölum. MSS22070021. Samþykkt.
Borgaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að framtíðaruppbygging á svæðinu fari fram í samráði við íbúa svæðisins.

Í gagni sem lagt var fram er að finna athugasemdir íbúa að Árskógum 7. Hildur Björnsdóttir vísaði til athugasemdanna í útvarpsþættinum Sprengisandi 15. desember 2024 og hagnýtti
sér þær til að styrkja málstað sinn. Þetta lá þó fyrir í gögnum málsins þegar borgarráð tók ákvörðunin á fundi þess 13. október 2022. Hún samþykkti skipulagið á þeim fundi.
Deiliskipulagið tekur gildi eftir að auglýsing nr. 1363/2022 var birt í B-deild Stjórnartíðinda 23. nóvember 2022.

Ár 2023, fimmtudaginn 15. júní, var haldinn 5707. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Pawel Bartoszek, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Einnig sátu fundinn
áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Baldursdóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Hulda Hólmkelsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Fundarritari var Ívar Vincent Smárason.
Fimmti dagskrárliður
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. júní 2023, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar vegna þjónustu- og verslunarhúsnæðislóðar við Álfabakka 2a, ásamt fylgiskjölum. MSS22010247
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu
málsins.


Ár 2023, miðvikudaginn 6. september, kl. 9:00
var haldinn 280. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 – 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hjálmar Sveinsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Kjartan Magnússon og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon . Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga
Rún Sigurðardóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.

9. dagskrárliður, fundargerðir byggingafulltrúa, 22. og 29. ágúst 2023. Málið alltaf leitanlegt eftir númeri sem kjörnir fulltrúar gátu fundið.


Árið 2023, þriðjudaginn 22. ágúst kl. 10:15

3. Álfabakki 2 – USK23080010 Sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús, tveggja hæða að hluta, klætt steinullarsamlokueiningum og málmklæddu yfirborði á lóð nr. 2 við Álfabakka. Stærð, A-rými: 10.764,2 ferm. 75.545,7 rúmm. B rými: 357,2 ferm. Samtals: 11.121,4 ferm., 76.898,3 rúmm. Erindi fylgir brunahönnun dags. 20. júlí 2023, mæliblað dags. 23. mars 2023, hæðarblað dags. 8. júlí 2023 og greinargerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 2. ágúst 2023. Gjald kr. 14.000. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Engin fyrirspurn eða athugasemd við þessa afgreiðslu byggingarfulltrúa á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 6. september 2023, samt sat Hildur Björnsdóttir fundinn.


Ár 2024, miðvikudaginn 6. mars kl. 9:00
var haldinn 300. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 – 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Pawel Bartoszek og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Skjalddal og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Líf Magneudóttir og Unnur Þöll Benediktsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson,
Inga Rún Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Fundarritari var Auðun Helgason.
Þetta gerðist: Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 27.
febrúar 2024.


Árið 2024, þriðjudaginn 27. febrúar kl. 10:10

Álfabakki 2A – USK24010088 Sótt er um leyfi til þess að breyta erindi USK23080010, þannig innra skipulagi er breytt auk þess sem bætt er við bílakjallara undir hús á lóð nr. 2 við Álfabakka. Stækku? Erindi fylgir yfirlit breytinga og umsögn skipulagsfulltrúa
dags. 22. febrúar 2024. Gjald kr.15.400. Frestað. Vísað í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2024.
Mikilvægt gagn, umsögn skipulagsfulltrúa, er upplýsandi, dags. 22. febrúar
2024. Vel leitanlegt á netinu og hægt að finna fyrir kjörna fulltrúa.
Frá mars 2024 til sumarsins 2024 fer málið fram og til baka innan embættismannakerfisins, byggingarfulltrúi er með málið. Svo kemur umhverfis- og skipulagsráð og borgarráð saman eftir sumarleyfi 2024

Ár 2024, miðvikudaginn 14. ágúst, kl. 9:07 var haldinn 315. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 – 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson, Hildur Björnsdóttir, Kjartan Magnússon, áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Líf Magneudóttir, og Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Bjarni Rúnar Ingvarsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Hólmfríður Frostadóttir og Björg Ósk Gunnarsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
1 dagskrárliður Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 25. júní 2024, 2. júlí 2024, 9. júlí 2024, 16. júlí 2024, 23. júlí 2024 og 30. júlí 2024. USK24070166


Ár 2024, fimmtudaginn 15. ágúst
, var haldinn 5749. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:02. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Alexandra Briem, Hildur Björnsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Skúli Helgason og Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Líf Magneudóttir og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björg Magnúsdóttir, Hulda Hólmkelsdóttir og Theodór Kjartansson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
15. dagskrárliður Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. ágúst
2024.
Fylgigögn
 Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa 25. júní 2024
 Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa 2. júlí 2024

 Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa 9. júlí 2024
 Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa 16. júlí 2024
 Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa 23. júlí 2024
 Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa 30. júlí 2024
Fundargerð byggingafulltrúa, 9. júlí 2024:
„Álfabakki 2A – USK24010088 Sótt er um leyfi til þess að breyta erindi USK23080010, þannig að innra skipulagi er breytt, auk þess sem bætt er við bílakjallara undir hús á
lóð nr. 2 við Álfabakka. Húsið stækkar um 3.694,0 ferm. og 15.228,9 rúmm. Erindi
fylgir yfirlit breytinga og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2024. Gjald
kr.15.400. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Afgreiðist með sömu
stimplum og stofnerindi. “

Búið að samþykkja sjá húsið að Álfabakka 2a – Enginn spurðist fyrir um málið.


Ár 2024, miðvikudaginn 04. september, kl. 9:00
var haldinn 317. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn
var haldinn að Borgartúni 12 – 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Pawel Bartoszek og
áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Brynjar Þór Jónasson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir sem tók sæti á fundinum með rafrænum hætti, Hólmfríður Frostadóttir og Björg Ósk Gunnarsdóttir. Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
6. dagskrárliður, fundargerðir byggingarfulltrúa
Afgreiðsla byggingarfulltrúa skv. viðauka 2.4 um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa við
samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Árið 2024, þriðjudaginn
27. ágúst kl. 10:00
Álfabakki 2E – USK24070291 Sótt er um leyfi til að breyta erindi USK23080010 með því að
breyta útliti glugga og handriða, bæta við fituskilju ásamt að skipta hljóðmön út fyrir hljóðvegg og fjölga bílastæðum auk breytinga á innra fyrirkomulagi á 1. hæð og í bílakjallara í húsi á lóð nr. 2A við Álfabakka. Erindi fylgir greinagerð brunavarna dags. 2. júlí 2024 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. ágúst sl.

Af þessu má sjá að Hildur og aðrir borgarfulltrúar voru fullkomlega upplýstir um þau mál sem snúa að vöruskemmunni í Breiðholti. Enginn gerði athugasemd og borgarfulltrúar geta því ekki hlaupist undan ábyrgð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -