Sunnudagur 4. júní, 2023
11.8 C
Reykjavik

Styður Eddu Falak: „Ykkur er óhætt að trúa því að það er verið að undirbúa áframhaldandi árásir“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir skrifar á Facebook-síðu sinni um mál Eddu Falak.

Segir.

„Ég er orðin ofsalega þreytt á þessu endalausa „af hverju svarar hún ekki bara? Sannar bara í eitt skipti fyrir öll að *eitthvað*?“ Tilgangur þessarar aðfarar að Eddu er ekki að komast að neinum sannleik heldur að taka hana niður. Og ef hún svarar, þá kemur bara eitthvað nýtt.“

Bætir við:

„Ykkur er óhætt að trúa því að það er verið að undirbúa áframhaldandi árásir í þessum töluðu orðum. Við Sóley [innskot blm: Tómasdóttir], sem höfum svo sannarlega báðar verið Edda Falak dagsins á allskonar mismunandi tímabilum, vitum að það bókstaflega þýðir ekkert að leiðrétta eða svara eða útskýra. Það heyrir það enginn og það breytir engu.

- Auglýsing -

Vegna þess að þetta snýst ekki um að fá fram svör. Þetta snýst um að taka okkur niður. Nú þarf ég (á fimmta degi í flensu) að slökkva á internetinu og hvíla mig á öllum rangfærslunum og viðbjóðinum sem rignir yfir okkur allar en bið ykkur hin sem skiljið þetta að taka við boltanum og taka slaginn eftir fremsta megni.“

Segir að endingu:

„Ekki láta telja ykkur trú um að Edda hafi logið kynbundinni áreitni upp á einn eða neinn eða að hún sé núna búin að viðurkenna að vera lygari og sé rúin trausti. Það hefur ekkert slíkt gerst. Það eina sem hefur komið fram er að hún hefur gert vinnuveitendum sínum grein fyrir því sem hún þurfti að gera grein fyrir og því hefur verið tekið. Það er allt og sumt. P.s. Tékkið svo á #afsakið á Twitter!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -