Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Hilmar segir það sem allir vissu en enginn þorir að viðurkenna – Landamærin eru vandamálið

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Hilmar Jónsson sýnir svart á hvítu þá stöðu í kórónaveirufaraldrinum sem allir vissu en enginn þorir að viðurkenna. Með einföldu riti sýnir hann með afgerandi hætti að hættan vegna veirunnar leynist á landamærunum en ekki innanlands.
Hilmar birtir ritið á samskiptamiðlinum Twitter og skýrir það með eftirfarandi hætti:
„Gjörðu svo vel: Ég tók bara virk smit deilt með helmingnum af sýnum síðustu 14 daga. Þetta er örlítið hliðrað af því að upplýsingar um sýnatökufjölda í skimun 1 og 2 eru ekki aðskildar,“ segir Hilmar.
Grafið hans Hilmars sýnir smitafjölda á landamærunum í samanburði við tölfræðina innanlands.
Rit Hilmars ber saman þrennt: Innanlandssmit á hverja 100 þúsund íbúa, landamærasmit á hverja 100 þúsund íbúa og svo virk smit á landamærum á hverja 100 þúsund komufarþega.
Niðurstaðan er nokkuð afgerandi. Langflest virku smitin tengjast landamærum Íslands og þeim komufarþegum sem til landsins koma. Ef marka má niðurstöðu Hilmars má gera ráð fyrir því að hefði verið tekið fastar á landamærunum í gegnum faraldurinn hefðu bylgjurnar hérlendis jafnvel ekki orðið eins stórar og raun ber vitni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -