Þriðjudagur 16. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Hin 93 ára Rúna Gísla las í bolla Guðmundar Árna: „Fáið fjóra og tveir eru að gjóa augunum til þín“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðrún Gísladóttir, alltaf kölluð Rúna Gísla, er borinn og barnfæddur Gaflari sem svo sannarlega hefur munað tímana tvenna; hún var 16 ára gömul þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk árið 1945 – og hún hefur tekið sér ýmislegt fyrir hendur í gegnum tíðina: Eins og til dæmis að eignast 6 börn, vinna á Hótel Loftleiðum, í álverinu í Straumsvík, og læra hattasaum, svo fátt eitt sé upptalið.

Rúna Gísla giftist Snorra Jónssyni árið 1956, og saman eignuðust þau sex börn. Snorri lést árið 2016, 88 ára að aldri.

Rúna er við góða heilsu miðað við aldur, en hún fagnar 93 ára afmæli sínu eftir rúmar tvær vikur:

„Skrokkurinn er aðeins tekinn að þreytast, en mér er allavega sagt að hausinn sé alveg í prýðilegu formi,“ segir hún og hlær.

 

Eitt af því sem Rúna er þekkt fyrir eru spádómar; hún spáir í bolla fyrir þá sem hafa áhuga á, og hefur lengi gert:

- Auglýsing -

„Ég hef aldrei verið að auglýsa þetta neitt, en þetta hefur spurst út í gegnum árin og fólk biður mig oft um að spá í bolla fyrir sig – og ég hef bara gaman af því. Fólki finnst þetta athyglivert og skemmtilegt, og mjög margir verða hissa þegar ég byrja að rýna í bollann: Sérstaklega fólk sem ég hef aldrei hitt áður og veit ekkert um. En þetta er fyrst og síðast skemmtilegt áhugamál, og maður væri varla að þessu ef ekkert væri að marka hvað ég sé í bollanum.“

Guðmundur Árni, Rúna og Jóna Dóra

Og á sjálfan kosningadaginn, síðasta laugardag, kíktu heiðurshjónin Guðmundur Árni Stefánsson og Jóna Dóra Karlsdóttir í heimsókn til Rúnui; bæði til að hitta Rúnu sem þau höfðu ekki séð lengi – en þekkt vel í áratugi – enda hafa þau hjónin verið búsett erlendis í langan tíma – en einnig til að fá hana til að rýna í kaffibolla fyrir Guðmund Árna og athuga hvort hún sæi eitthvað sem tengdist kosningunum og mögulega útkomu þeirra.

Tveir góðir á góðri stundu: Barack Obama forseti Bandaríkjanna frá 2009 til 2017, og Guðmundur Árni, sem var sendiherra í Washington á árunum 2011 til 2015.

Að sjálfsögðu var heitt á könnunni, og eftir góð faðmlög og falleg orð á báða bóga var síðan hellt í bolla fyrir Guðmund Árna, og Rúna var til í slaginn. Hún var fljót að sjá eitthvað sem tengdist kosningunum:

- Auglýsing -
Bollinn góði

„Ég held að Samfylkingin sé að fá fjóra menn kjörna, mér sýnist það. Þetta verður ansi jafnt á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar, en það er þarna flokkur sem nær tveimur mönnum inn, frekar óvænt sýnist mér; og þeir aðilar eru að gjóa augunum til þín – en það er eins og þeir séu gegnsæir og jafnvel ekki allir þar sem þeir eru séðir,“ sagði Rúna við Guðmund Árna.

Þess má geta að þegar lokatölur lágu fyrir kom það upp úr kössunum að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur fengu báðir 4 kjörna fulltrúa, Framsóknarflokkurinn tvo og Viðreisn einn. Því er nokkuð augljóst að það er Framsóknarflokkurinn sem hefur úrslitavaldið í myndun nýs meirihluta, og þá annaðhvort með Samfylkingunni eða Sjálfstæðisflokknum.

Eftir heimsóknina góðu var haldið inn í daginn, sjálfan kosningadaginn, og Guðmundur Árni og Jóna Dóra þökkuðu fyrir sig og það sama gerði Rúna.

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -