Þriðjudagur 23. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Hin mannskæða Sturlungaöld:„Var þetta hin snarpasta orusta, svo að engi hefir slík orðið á Íslandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sturlungaöld Á Íslandi hinu forna er oft lýst sem einu ofbeldisfyllsta tímabili í sögu landsins.

Eðlilega hefur nokkuð verið á reiki hvaða tímabil falli innan marka Sturlungaaldar; jafnan talin hefjast um miðja 12. öld, um 1200, 1220 eða 1230.

Þá eru lok hennar jafnan talin við lok þjóðveldis, 1262 eða 1264.

Hér skakkar nokkuð miklu; Sturlungaöld telst vera í mesta lagi um 114 ár en minnst 32 ár. Það munar um minna.

Guðbrandur Vigfússon fornritafræðingur taldi saman að eitthvað um að 370 manns hefði fallið í orrustum eða verið teknir af lífi í ófriði samkvæmt sögum á tímabilinu 1208–58.

Mannskæðasta orrustan sem sagt er frá er Haugsnesbardagi í Skagafirði, árið 1246; þar áttust við Þórður kakali Sighvatsson og Brandur Kolbeinsson.

- Auglýsing -

„Var þetta hin snarpasta orusta, svo að engi hefir slík orðið á Íslandi, bæði að fjölmenni og mannfalli.“

Þar féllu rúmlega hundrað manns; um 40 úr liði Þórðar en 60–70 úr liði Brands.

- Auglýsing -

Í Flóabardaga á Húnaflóa, árið 1242, féllu milli 70 og 80 úr liði Kolbeins unga Arnórssonar en Þórðar kakali missti „fáa eina“ úr sínu liði; taldir eru upp með nöfnum þeir er féllu í Örlygsstaðabardaga í Skagafirði 1238, og eru þeir 56 talsins, 24 úr liði Sturlu Sighvatssonar, 25 úr liði Sighvats Sturlusonar, föður hans, sjö úr liði Gissurar Þorvaldssonar. Enginn er talinn úr liði Kolbeins unga Arnórssonar, og vantar þar líklega í upptalninguna.

Í Flugumýrarbrennu í Skagafirði 1253 fórust eitthvað um 25 manns; í Þverárbardaga í Eyjafirði, árið 1255, féllu um 16 menn, átta úr hvoru liði.

Ljóst er að Haugsnesbardagi, árið 1246, er mannskæðasti bardagi sem háður hefur verið hér á landi.

Ekki má gera ráð fyrir að Sturlunga saga sé algerlega tæmandi skýrsla mannfall í ófriði Sturlungaaldar; frásögn hennar þekur tímabilið afar vel og er víða mjög nákvæm.

Tölurnar hér að ofan sýna líka að þar er lögð áhersla á að segja nákvæmlega frá mannfalli; er því ástæða til að ætla að þeir 370 sem hafa verið taldir út úr Sturlungu séu verulegur hluti þeirra sem létu lífið í ófriðnum.

Heimild: Vísindavefurinn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -