Hinn grunaði áfram í gæsluvarðhaldi að óbreyttu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ekki er talið að rannsókn á húsbrunanum á Bræðraborgarstíg 1 verði lokið þegar gæsluvarðhald yfir hinum grunaða, karlmanni á sjötugsaldri, rennur út þann 11. ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu verður gæsluvarðhald yfir manninum framlengt að óbreyttu. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Bruninn er rannsakaður sem manndráp en þrír létust í honum, pólskir ríkisborgarar á þrítugs- og fertugsaldri sem störfuðu hér á landi. Tveir fundust í húsinu og kona lést af fallinu eftir að hún stökk út um glugga á þriðju hæð. Kemur það fram í gæsluvarðhaldúrskurði yfir manninum sem handtekinn var sama dag og bruninn varð, eða þann 25. júní. Var maðurinn handtekinn við Pólska sendiráðið þar sem hann var með óspektir.

Eftir handtöku var maðurinn vistaður á geðdeild í rúmar þrjár vikur. Í úrskurðinum kemur fram að ekki hafi verið hægt að ræða við hinn grunaða sökum andlegs ástands, þegar gæsluvarðhald var fyrst framlengt þann 15. júlí.

Beðið er eftir niðurstöðum úr tæknirannsóknum á vettvangi brunans.

Sjá einnig: Bruninn á Bræðraborgarstíg rannsakaður sem manndráp

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Tveir á slysadeild eftir líkamsárásir

70 mál voru bókuð í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á næturvaktinni.Þrjár líkamsárásir voru tilkynntar. Tvær áttu sér...

Hrækti á lögreglumenn við handtöku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast laugardagskvöld og aðfararnótt sunnudags.   Laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi...