Hittust á næturklúbb um helgina

Deila

- Auglýsing -

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner hitti fyrrverandi bestu vinkonu sína, Jordyn Woods, á næturklúbb í Los Angeles um helgina samkvæmt öllum helstu slúðurmiðlum vestanhafs.

 

Kylie og Jordyn spjölluðu lítillega saman á klúbbnum en vinátta þeirra hefur verið undir smásjá síðan í febrúar þegar greint var frá því að Jordyn hefði kysst Tristan Thompson í partýi heima hjá honum. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Tristan Thompson barnsfaðir Khloé Kardashian, hálfsystur Kylie.

Í kjölfar þessara frétta sleit Khloe sambandinu við Tristan og Kylie sleit sömuleiðis vinasambandinu við Jordyn.

Heimildarmaður TMZ sagði að Kylie og Jordyn hefðu verið vingjarnlegar hvor við aðra um helgina þegar þær spjölluðu stuttlega saman áður en þær héldu hvor í sína áttina.

- Advertisement -

Athugasemdir