Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Hjálmar kennir okkur að glíma við þá sem trúa ekki á Covid-bólusetningu: „Gangi okkur vel!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjálmar Gíslason forstjóri telur afar mikilvægt á næstu misserum að Íslendingar leiðist ekki út í rifrildi vegna Covid-19 bólusetningar sem framundan er. Hann hvetjur netverja til að hætta rökræðum og einblína á nærumhverfi sitt í staðinn.

Þetta gerir Hjálmar í færslu á Facebook. „Næstu mánuði munu mörg okkar – því miður – þurfa að eiga samtal við fjölskyldumeðlim, vin eða kunningja sem hefur efasemdir, eða jafnvel sterka sannfæringu gegn, bólusetningum við Covid-19. Það er gríðarlega mikilvægt að nálgast þetta samtal á réttan hátt. Og slíkt krefst miklu meiri orku og undirbúnings frá okkur en viðmælanda okkar. Við ættum því líka að passa að velja „slagina“ og einbeita okkur að fólkinu sem stendur okkur nærri frekar en t.d. að dragast inn í umræður um slíkt við ókunnuga á netinu,“ segir Hjálmar og heldur áfram:

„Í þeim tilfellum sem við ákveðum að taka samtalið, er mikilvægast af öllu að stökkva EKKI strax til og segja fólki að það hafi rangt fyrir sér, sé illa að sér eða óábyrgt. Þetta er erfitt (það þekki ég sjálfur og hef þegar fallið á því prófi). Fyrsta reglan – eins og með öll átakamál – er að hlusta á áhyggjur viðmælandans og svo sýna að við höfum heyrt það sem sagt var. Besta leiðin til þess er að enduróma það sem sagt var og helst umorða þannig að það sé enn skýrara en áður og fá viðmælandann til að samsinna því að inntakinu hafi verið náð. Þá fyrst getur samtalið hafist í raun og veru. Gangi okkur vel!“

Næstu mánuði munu mörg okkar – því miður – þurfa að eiga samtal við fjölskyldumeðlim, vin eða kunningja sem hefur…

Posted by Hjalmar Gislason on Wednesday, December 2, 2020

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -