Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Hjalti æfareiður út í Almannavarnir: „Lífshættulegur fíflagangur sem stofnaði fólki í hættu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjalti Björnsson, þaulreyndur björgunarsveitamaður, segir að yfirvöld hafi hreinlega stofnað lífi fjölda fólks í hættu. Hann er fokillur út í ákvarðanir um lokanir leiða sem hafi orðið til þess að neyða illa útbúið og óreynt fólk í langa og erfiðar göngu.

Líkt og Mannlíf greindi frá enduðu um fjörtíu manns í fjöldahjáparmiðstöðinni í Grindavík í nótt og björgunarsveitir hafa týnt tölunni yfir það hversu mörgum þær þurftu að bjarga í nótt. Göngufólk var hreinlega örmagna eftir gönguna til og grá gosstöðinni í Geldingardal.

Leitað er að eigendum fólksbifreiðar á þýskum bílnúmerum sem ekki hafa enn fundist. Bifreiðin er yfirgefin og er sú eina sem ekki hefur tekist að hafa uppi á eigendum að eftir háskaför tugi manna í nótt að gosstöðvunum í Geldingadal.

Gifurlegur fjöldi hefur lagt leið sína að gosstöðvunum og voru tugir í háska í nótt.

Hjalti er jafnframt yfirleiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands og því hokinn af reynslu þegar kemur að göngum hérlendis. Hann einfaldlega skilur ekki í ákvörðunum um að loka bestu aðkomuleiðum. „Með því var fólk neytt til að ganga 20 kílómetra og það er alveg augljóst að það er fullt af fólki sem getur þetta ekki. Þetta var fáránleika-sirkus og almannavarnir og björgunarsveitir eiga heiður að allri þessari hættu. Ég og aðrir erum mjög hneykslaðir,“ segir Hjalti og heldur áfram:

„Þetta er heimatilbúið vandamál sem setti björgunarsveitarfólk í þá stöðu að vera píska fólk áfram. Þetta var algjörlega fyrirsjáanlegt og í raun alvarleg mistök sem áttu sér stað hjá almannavörnum og viðbragðsaðilum. Þess vegna var það alveg óskiljanlegt að búa til þessa hættu fyrir áhugasama ferðalanga. Þetta var bara stórhættulegur fíflagangur sem stofnaði fólki í hættu.“

Hér getur þú lesið pistil Hjalta um það sem hann telur mjög alvarleg mistök Almannavarnar og viðbragðsaðila.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -