Föstudagur 24. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Hjónin á Ökrum lentu í furðulegum þjófnaði – Óska eftir upplýsingum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjónin á Ökrum á Snæfellsnesi lentu í þjófum en þýfið verður að teljast ansi óvenjulegt. Af landi þeirra hvarf nefnilega hvalbeinagrind.

Ólína Guðlaugsdóttir, á Ökrum, segir frá málinu á Facebook.

„Góðan dag. Í Garðasandi hér í Hleinarplássi á Hellnum hefur legið hvalshræ á þriðja ár og höfum við verið að bíða eftir að hreinsaðist af beinum svo hægt væri að taka það í heilu lagi og koma fyrir hér einhvers staðar á svæðinu til sýnis og fróðleiks. Nýlega hefur einhver/einhverjir tekið sig til og tekið beinagrindina.“

Kemur einnig fram í færslunni að beinagrindin hafi ekki verið í alfaraleið en að henni liggur ekki vegur. Til þess að komast að henni þarf að aka yfir tún og nokkra ófæru. Þá auglýsir Ólína eftir upplýsingum og segir að þetta hafi verið mikil vonbrigði og að í framhaldinu muni þau líklegast takmarka alla umferð óviðkomandi um svæðið.

Ólína segir í samtali við Mannlíf að rekinn sé sameiginlegum með öðrum eigendum og því snerti þetta nokkra til viðbótar við þau hjónin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -