Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Segir Bónus hafa eyðilagt jólahátíð fjölskyldunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viðskiptavinur nokkur er ósáttur út í Bónus fyrir að hafa eyðilagt jólahátíðina fyrir sér. Verslunin seldi viðkomandi útrunnið kjöt frá Stjörnugrís sem hann ætlaði að bjóða gestum sínum upp á yfir jólin.

Viðskiptavinurinn lýsir dapri reynslu sinni inni í fjölmennum hópi áhugafólks um mat á Facebook. Þar lýsir hann einnig furðu sinni fyrir þeim svörum sem fengust frá Bónus þegar kvartað var yfir kjötinu. „Ég keypti 2 grísabóga frá Stjörnugrís hf. 20 desember í Bónus sem ég ætlaði að elda um annan í jólum. Þegar ég sæki bógana inn í ísskáp og ætla að taka umbúðirnar af kjötinu þá sé ég að kjötið er útrunnið! Jólaboðið rann út í sandinn. Eina sem ég gat gert í stöðunni var að bjóða gestunum upp á afganga frá jóladag og aðfangadag,“ segir viðkomandi.

Fyrst segist viðskiptavinurinn hafa leitað til Stjörngríss vegna vörunnar en þar gekkst enginn við ábyrgð þar sem það væri Bónus sem sér um vörurnar í búðunum. „Ég hringdi þá inn á skrifstofu Bónusar, sem bera ábyrgð á þessu. Ég sagði við hana að mig minnti að ég hefði keypt kjötið ca viku fyrir jól. Kjötið rann út 19 desember og 25 desember. Hún var svo óforskömmuð að segja, nú þá ert þú ekki að kaupa útrunnið kjöt. Hefði hún sætt sig við þetta sjálf, nei aldrei,“ segir viðskiptavinurinn og bætir við:

„Ég sagði við hana að mér þætti hún ansi óforskömmuð, ef vara er að renna út á tíma þá á að taka það fram og eftir því sem ég best veit þá hafa verslanir verið með þær vörur í sér hólfi, merkt og með afslætti, ekki blandað saman með vörum sem eru ekki að renna út á dagsetningu.“

Viðskiptavinurinn segir ljóst að starfsfólk Bónus sé ekki að vinna vinnuna sína varðandi dagsetningar á kjötvörum búðarinnar. Engu að síður endurgreiddi Bónus andvirði bóganna þegar kvartað var. „Við fengum að gjalda þess all verulega og það á jólunum! Henni var slétt sama um það. Það var ekki einu sinni svo að hún bæði afsökunar á þessu fyrir hönd Bónus né að henni þætti þetta leiðinlegt að þetta skuli hafa komið fyrir og eyðilagt jólaboðið okkar. Liðlegheit og kurteisi borgar sig alltaf. Það er greinilegt að hana skortir hjá skrifstofunni fyrir Bónusbúðirnar,“ segir viðskiptavinurinn.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -