Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Hjörvar sakaður um að eitra hug barna: „Hvort er þetta dómgreindarleysi, siðleysi eða heimska?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjörvar Hafliðason, knattspyrnuspekingur og fjölmiðlamaður, er sagður hafa farið langt yfir strikið í nýjasta þætti sínum, Dr. Football. Þar auglýsir hann munntóbak og beinir orðum sínum sérstaklega að börnum. Hann segist vilja stórauka neyslu barna á munntóbaki, helst sjá 70 prósent barna taka í vörina. Síðan ávarpar Hjörvar börnin og segir þeim hvaða tegund sé best fyrir nýgræðinga.

Þetta má heyra hér fyrir neðan en það er Aron Laxdal, doktor í íþróttafræði, sem vekur athygli á þessu. „Maður eyðir öllum deginum í að efla lýðheilsu barna og á sama tíma eru svona vitleysingar að eitra huga komandi kynslóða fyrir nokkra þúsundkalla. Standard takk,“ segir Aron.

Flestir eru sammála honum. Einn skrifar: „Þetta er alveg arfaslakt – ótrúlega heimskulegt hjá þessum mönnum sem gera lítið úr sjálfum sér með þessu.“  Annar skrifar: „Á þeim rúmum þremur árum sem ég hef hlustað á Doc hefur hann oft sagt og gert eitthvað sem mér hefur þótt heimskulegt en það eru allt smámunir miðað við það sem hann sagði núna. Þetta er líklega það heimskulegasta sem ég hef nokkurn tímann á ævinni heyrt.“

Sá þriðji segir: „Hvort er þetta dómgreindarleysi, siðleysi eða heimska? Eða allt? Hvernig geturu verið 40+ ára gamall en ekki fattað hvað þú ert að segja? Þetta fer næstum því í sögubækurnar hvað þetta er stupid.“

Hjörvar starfar hjá Stöð 2 Sport þar sem hann sér um umfjöllun um Meistaradeild Evrópu og Pepsi Max deild karla, svo nokkuð sé nefnt.

Þess má svo geta að tvö börn skrifa athugasemdir við færsluna. Annað þeirra styrkir fullyrðingu Arons nokkuð með því að skrifa: „Hættu þessu bulli, það er auglýst léttöl í leikhlém í fótbolta og það að einhver börn viti af nikótínpúðum skiptir engu. Doc er bara sækja pokann og það verður maður að virða“.

- Auglýsing -

Annar segist 17 ára og segir þetta of langt gengið hjá Hjörvari. „Var akkúrat að klára að hlusta á þennan þátt núna og finnst þessi byrjun alveg galin, hélt þeir væri að fokka aðeins í manni…“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -