Fimmtudagur 19. maí, 2022
11.8 C
Reykjavik

Hjúkrunarfræðingar áhyggjufullir – Telja mönnun ógna öryggi sjúklinga

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Sporna þarf við því að hjúkrunarfræðingar sæki í önnur störf og fá þá sem hafa horfið til annarra starfa aftur til baka,” segir í greinargerð frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga sem þau sendu frá sér í gær. Þar er vakin athygli á afleiðingum þess sem mönnunarvandinn gæti valdið bæði sjúklingum og heilbrigðiskerfinu. Þá er skorað á stjórnvöld til þess að grípa inn í.

Bæta þurfi bæði starfsumhverfi og kjör hjúkrunarfræðinga til að sporna við þróuninni en lausnir og tillögur að úrbótum megi finna í skýrslum heilbrigðisráðuneytisins sem kom út fyrir tveimur árum síðan, árið 2020. Á fundinum var ákveðið að skora á Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, að fá leiðréttingu á kynbundnum launamun í stéttinni. Telja hjúkrunarfræðingar að mönnun ógni þegar öryggi sjúklinga og því þurfi að bregðast við fljótt og örugglega. Fréttablaðið fjallaði fyrst um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -