Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Hjúkrunarfræðingar verða fyrir áreiti á Facebook – „Þú mátt alveg vera heima og gera ekki neitt.“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Það er engin lagaleg skylda til að vera inn í Facebook-hóp vinnustaðarins, hvað þá að vera með kveikt á hópspjalli þar sem sífellt er verið að óska eftir fólki á vakt,“ skrifar Halla Eiríksdóttir, varaformaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í pistli á vef FÍH. Þar segir hún hjúkrunarfræðinga vera útsettari fyrir meðvirkni enda sé meðvirkni þekkt fyrirbæri meðal umönnunaraðila.

„Flestir hjúkrunarfræðingar fá sem betur fer að fara í samfellt fjögurra vikna frí núna í sumar en gera það með jafnvel með sektarkennd því að samstarfsfólkið þarf að hlaupa hraðar á meðan, þar sem ekki hefur tekist að fylla upp í lausar stöður.“ Veltir Halla því fyrir sér hver ábyrgð vinnuveitanda gangnvart starfsfólki sínu sé og hvers vegna vinnuveitendur ætlist til þess að að unnið sé undir sífellt meira álagi.

„Það læðist að manni sá grunur að heilbrigðiskerfið í heild njóti góðs af vilja hjúkrunarfræðinga til að hjálpa skjólstæðingum sínum og samstarfsfólki.“ Halla segir nýtt fyrirbæri orðið þekkt meðal hjúkrunarfræðinga – „samviskubitaáreiti“.
„Við erum nú komin með fyrirbærið „samviskubitaáreiti“ sem felur í sér reglulegt áreiti samstarfsmanna í gegnum síma og samfélagsmiðla til að fá hjúkrunarfræðinga á aukavakt þegar þeir eiga að vera í fríi og vilja ekki meiri vinnu.“ Hún segir mikilvægt að hjúkrunarfræðingar standi með sjálfum sér og þekki sín mörk.

„Munið að það þarf ekki að koma með neina afsökun fyrir því hvers vegna þú vilt ekki vinna umfram vinnuskyldu. Það þarf ekki að vera ferðalag, afmæli eða brúðkaup, þú mátt alveg vera heima og gera ekki neitt. Þegar upp er staðið er engum greiði gerður með því að vinna umfram eigin mörk, slíkt endar aldrei vel.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -