• Orðrómur

Hlaðvarpsþættir Sölva horfnir af YouTube

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Á vef YouTube var hægt að horfa á hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar, en nú eru þeir horfnir. Frá þessu greinir vefur Fréttablaðsins en nýjustu þætti fjölmiðlamannsins er heldur ekki að finna á streymisveitum Spotify og Apple.

Virðist sem þáttunum sé jafnt og þétt að fækka þar, sem bendir til þess að verið sé að eyða þáttum Sölva út af öllum veitum.

Hlaðvarpsþættir Sölva slóu rækilega í gegn og hafa þeir verið meðal vinsælustu hlaðvarpa landsins.

- Auglýsing -

Nýjasti þáttur Sölva þar sem hann ræðir við þáverandi lögmann sinn, Sögu Ýrr Jónsdóttur, sló þó líklegast öll met, en yfir 70 þúsund manns höfðu horft á hann á YouTube. Í þættinum brotnaði Sölvi ítrekað saman er þau ræddu um ásakanir í garð hans, sem Mannlíf var fyrst til að greina frá.

Ekkert hefur heyrst frá Sölva síðan þáttur hans með Sögu Ýrr kom út. En greint var frá því í fjölmiðlum í síðustu viku að hann hafi verið lagður inn á geðdeild.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Stuðmenn styðja Vilhjálm

Stuðmennirnir Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon eru með stórmerkilega stuðningsyfirlýsingu við sjálfstæðismanninn Vilhjálm Bjarnason í Mogganum...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -