Sunnudagur 15. september, 2024
6.6 C
Reykjavik

Hlaut þriggja ára dóm fyrir að misnota blaðburðardreng: „Eruð þið ekki hræddir um líf ykkar?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn hataðasti maður Íslandssögunnar, Steingrímur Njálsson var alræmdur barnaníðingur sem hlaut sjö dóma fyrir barnaníð en talið er að fórnarlömb hans hafi verið að minnsta kosti 16 talsins. Þá hlaut hann tugi dóma vegna líkamsárása, fjársvika, þjófnað og fleira. Upp úr 2004 átti hann ekki í nein hús að vernda og bárust reglulega fregnir af því að hann væri sestur að í hinum og þessum bæjarfélögum en hann var hvarvetna hrakinn á brott. Margoft lenti hann í barsmíðum en árið 2013 lést hann á Landspítalanum úr krabbameini, 71 árs að aldri. Aðeins þrjár manneskjur voru við jarðarför Steingríms, tveir prestar og eiginkona gamals vinar hans.

Fræg ljósmynd af Steingrími sem DV birt undir orðunum: Svona lítur hann út.

Hér fyrir neðan má sjá frétt af einum af dómum Steingríms en þá hafði hann lokkað ungan blaðburðardreng í íbúð sína og misnotað hann hrottalega í marga klukkutíma. Hlaut hann fyrir það þriggja ára fangelsi.

Kynferðisglæpur í Sakadómi Reykjavíkur:

Steingrímur Njálsson dæmdur í þriggja ára fangelsi

Kynferðisafbrotamaðurinn Steingrímur Njálsson var í gærmorgun dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða fómarlambi sínu, ungum blaðburðardreng er hann svívirti kynferðislega, 300 þúsund króna skaðabætur. Dóminn kvað upp Pétur Guðgeirsson sakadómari.
Upphaf málsins er það að fyrir tæpu ári lokkaði Steingrímur Njálsson blaðburðardrenginn inn í íbúð sína í nágrenni Landspítalans, réðist þar á hann og kom fram óeðli sínu. Drengurinn komst heim til foreldra sinna við illan leik og kærðu þeir Steingrím
umsvifalaust.
Steingrímur Njálsson á að baki langan afbrotaferil og hefur hlotið 23
refsidóma fyrir kynferðisafbrot, líkamsárásir, þjófnaði, fjársvik og fleira.
Er samanlögð refsivist hans orðin tæp tíu ár.

Í dómnum er kveðinn var upp í Sakadómi í gærmorgun er afbrotasaga
Steingríms Njálssonar rakin að hluta. Þar segir meðal annars:
„Með dómi sakadóms Gullbringuog Kjósarsýslu 11. nóvember 1963 var ákærði m.a. sakfelldur fyrir að fleka 11 ára dreng upp í bifreið, að girða niður um hann og að slá drenginn í andlitið þegar hann veitti mótspymu… Með sama dómi var ákærðursakfelldur fyrir að fleka annan 11 ára dreng upp í bifreið til sín, girða niður um hann og hafa kynferð-
ismök við hann nauðugan.. .Með sama dómi var ákærði sakfelldur fyrir að fleka 10 ára dreng upp í bifreið sína og hafa við hann kynferðismök nauðugan… Þá var ákærði með þessum sama dómi sakfelldur fyrir að fleka 12 ára dreng upp í bifreið sína og hafa við hann kynferðismök nauðugan… Enn var ákærði með þessum sama dómi sakfelldur fyrir að fleka tvo unga drengi, 11 og 13 ára, inn á Hafnarsalernið í Keflavík á árunum 1961-1963, og hafa við þá kynferðismök… Með dómi sakadóms Hafnarfjarðar 2. október 1978 var ákærði sakfelldur fyrir að fleka 9 ára dreng upp í bifreið og hafa við hann nauðugan samræðismök … Með sama dómi var ákærði sakfelldur fyrir að tæla 12 ára dreng inn á hótelherbergi til sín og hafa þar við hann kynferðismok nauðugan… Með dómi sakadóms Reykjavíkur
5. september 1986 var ákærði sakfelldur fyrir að þukla á 10 ára dreng á lostugan hátt og kyssa hann á andlitið á veitingastofu… Með sama dómi var ákærði sakfelldur fyrir að veitast að 13 ára dreng í búningsklefa Sundhallarinnar í Reykjavík og fara höndum
um líkama hans og kyssa hann… Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið hefur ákærði áður verið sakfelldur fyrir kynferðisafbrot gegn 11 ungum, varnarlausum drengjum, flest
stórfelld brot og til þess fallinn að valda drengjunum varanlegu meini.“

- Auglýsing -

Svala Thorlacius, lögmaður blaðburðardrengsins, setti á liðnu hausti fram kröfu um að Steingrímur Njálsson yrði látin gangast undir afkynjunaraðgerð í ljósi afbotaferils síns.
Ríkissaksóknari vísaði þeirri kröfu á bug.
„Ég er ósköp feginn að dómur sé fallinn í þessu máli. Miðað við fyrri dóma í málum sem þessum bjóst ég eins við að dómurinn yrði vægari,“ sagði faðir blaðburðardrengsins í samtali við DV í gær. Steingrímur Njálsson og lögmaður hans, Ragnar Aðalsteinsson, lýstu því yfir í sakadómi í gærmorgun að þeir hygðust áfrýja dómnum til Hæstaréttar. -EIR

Er Steingrímur mætti til réttarins hótaði hann blaðamönnum DV lífláti. DV sagði auðvitað frá því í sama blaði og textinn hér að ofan er úr.

Morðhótun í Sakadómi

Steingrímur Njálsson kynferðisafbrotamaður hótaði fréttamönnum DV lífláti er hann gekk í
dómssal Sakadóms f gærmorgun. Fjölmörg vitni voru að hótun Steingríms er hann lét eftirfarandi orð falla: „Það kemur að því að ég slepp út. Eruð þið ekki hræddir um líf
ykkar?“ -EIR

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -