2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Hleypur þú með í lengsta utanvegahlaupi Íslands?

Algjör metskráning er í utanvegahlaupið Hengil Ultra sem haldið er í Hveragerði um helgina, en fjöldi keppenda nálgast nú 400 og koma þeir alls staðar frá úr heiminum. Fyrir utan metfjölda þátttakenda þá eru keppendur frá 18 þjóðlöndum skráðir til leiks.

Keppendurnir koma frá Bandaríkjunum, Kanada, Nýja Sjálandi, Belgíu, Hong Kong, Póllandi, Frakklandi, Sviss, Þýskalandi, Svíþjóð, Litháen, Hollandi, Slóveníu, Finnlandi, Noregi, Rúmeniníu Slóvakíu og auðvitað Íslandi.

Hundrað kílómetra hlaupararnir verða ræstir klukkan 20 á föstudagskvöldið fyrir framan Skyrðgerðina í Hveragerði og geta allir sem hafa áhuga á að sjá alvöru ofurmenni með berum augum komið og fylgst með ræsingunni. Þeir hlauparar hlaupa svo í gegnum nóttina og verða að koma í mark milli klukkan 14 og 18 daginn eftir. Fimmtíu kílómetra hlaupararnir ræsa klukkan 8 á laugardagsmorgun og svo tuttugu og fimm kílómetrarnir klukkan 13 og 10 og 5 kílómetra hlaupararnir klukkan 14. Það verður því mikið húllum hæ alla helgina í Hveragerði þar sem öflugustu utan vegahlauparar landsins og þó víða væri leitað koma saman og taka á því.

AUGLÝSING


Hengill Ultra er lengsta utanvegahlaup á Íslandi, en býður þó upp á sex mismunandi keppnisleiðir og möguleika. 100 kílómetra, 50, 25, 10 og svo 5 kílómetra, en síðan er 4 x 25 kílómetra boðhlaup sem er nýjung í mótinu í ár. Þannig er 25 kílómetra braut Hengils Ultra hlaup í gegnum Reykjadalinn, þá fallegu náttúrperlu og upp að Ölkelduhnjúk og í kringum hann. Gárungarnir segja að sú hlaupaleið sé eina utanvega hlaupaleiðin í heiminum með innbyggðum  heitum pottum.

 

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is