Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Hlíf fær loksins að hitta Alzheimersjúka móður sína

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hún er annað hvort of lyfjuð eða of ringluð til að halda uppi samtali. Því miður er  sjúkdómurinn þess eðlis að það er ótrúlega erfitt að eiga við hann, lyfin hafa ekki virkað eins og vonast hafði verið, og henni hrakar hratt,“ sagði í færslu sem vinkona Hlífar Bjarnadóttir, skrifaði um móður Hlífar og setti inn á söfnunarsíðuna gofundme.com.

Mannlíf skrifaði um baráttu Hlífar við að hitta móður sína þann 7. júní síðastliðin.

Hlíf er einstæð móðir, búsett í Ástralíu, en dreymdi um að komast til Íslands til að hitta móðir sína sem greindist Alzheimer í nóvember 2019, aðeins 59 ára að aldri.

Hlíf er í reglulegu sambandi við fjölskyldu sína en hefur ekki getað talað við móðir sína frá því í nóvember í fyrra. Hlíf vill allt til þess reyna að komast til landsins í næsta mánuði ásamt sonum sínum en ferðin mun verða henni dýr. Því setti vinkona hennar, Katherine Savage, upp söfnunarsíðuna þar sem þær vinkonur stefndu á að safna saman tvö þúsund dollurum fyrir Íslandsferðinni.

Það er ánægjulegt að segja frá því að þær hafa nú náð þeim árangri og ríflega það því 2.885 dollarar hafa safnast og mun Hlíf fá að hitta móður sína og synir hennar ömmu sína nú í sumar.

 

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -