Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Hlíf kallar eftir hjálp til hitta fárveika móður sína: „Mamma greindist með Alzheimer“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mamma greindist með Alzheimer snemma í nóvember 2019, 59 ára að aldri. Hún þjáist af mikilli vanlíðan ruglingi, kvíða og maníu og er ástandið fjölskyldunni afar erfitt,“ segir í færslu sem Katherine Savage skrifar fyrir hönd vinkonu sinnar, Hlífar Bjarnadóttur, sem búsett er í Ástralíu.

Katherine hefur hafi söfnun á gofundme.com til að aðstoða Hlíf við að komast til Íslands til að hitta móður sína áður en það verður of seint.

Of lyfjuð eða ringluð til að tala

Eftir að úrræði á borð við dagvist gengu ekki, var móðir Hlífar var lögð inn á sjúkrahús í nóvember í fyrra og var fjölskyldan í fyrstu vongóð enda reyndu læknar hin ýmsu lyf til lina ástand móður hennar.

Hlíf hefur ekki getað talað við hana síðan. „Hún er annað hvort of lyfjuð eða of ringluð til að halda uppi samtali. Því miður er eðli sjúkdómsins þess eðlis að það er ótrúlega erfitt að eiga við hann, lyfin hafa ekki virkað eins og vonast hafði verið, og henni hrakar hratt. Hún lá ein á sjúkrahúsi meðan á Covid höftunum stóð og hefur aðeins fengið að fá gesti eftir að hún var bólusett nýlega.“

Samkvæmt Hlíf hefur móðir hennar misst tuttugu kíló og þekkir ekki lengur nánustu fjölskyldumeðlimi. Geta til tals, næringar og hreyfingar er svo að segja horfin en hún nýtur þess að fá að fara út og fá ferkst loft að sögn Hlífar.

- Auglýsing -

Ótrúlega erfitt

„Um leið og mamma greindist ætlaði ég mér heim í júlí 2020, en fluginu var aflýst vegna ferðabannsins. Mér var sagt síðan upp störfum í sama mánuði og missti ég þar með allar tekjur en ég er einstæð móðir tveggja drengja. Ég var reyndar svo heppin að finna tímabundið starf þremur vikum síðar. Ég sótti um þrjár undanþágur frá ferðabanninnu, náði að skrapa saman fyrir flugmiðanum og fékk loks grænt ljós á ferð heim í október síðastliðin. En þá skall seinni Covid bylgjan á og ég komst hvergi. Biðin hélt áfram“.

Hlíf segist hafa verið í stöðugu sambandi við fjölskylduna og eytt óteljandi klukkustundum á FaceTime fundum með læknum. Alltaf á næturnar vegna tímamismunarins. Hún segir það ótrúlega erfitt að geta ekki verið með móðir sinn og fjölskyldu sinni á þessum erfiðu tímum, henni hafi tekist að fá samþykkt launalaust leyfi í því tímabundna starfi sem hún gegni en kostnaðurinn við heimferðina sé gríðarlega mikill.

- Auglýsing -

„Ef ég fæ tækifæri til mun ég gera allt til að komast heim í júlí á þessu ári. Ég krossa bara fingur að í þetta skiptið muni það takast,” segir í færslunni frá Hlíf.

Þeir sem vilja leggja Hlíf lið við að heimsækja móður sína geta gert það hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -